Constella

Hægðalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Línaklótíð

Markaðsleyfishafi: Allergan | Skráð: 1. maí, 2013

Constella er notað til meðferðar við einkennum miðlungs til svæsinnar iðraólgu (oft kallað ristilkrampar) með hægðatregðu hjá fullorðnum sjúklingum. Helstu einkenni iðraólgu með hægðatregðu eru m.a.: • verkir í maga eða kvið, • uppþembutilfinning • stopular, harðar, smáar eða sparðalíkar hægðir Þessi einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Constella verkar staðbundið í meltingarveginum og minnkar verki og uppþembu og kemur hægðavenjum aftur í eðlilegt horf.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki.

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur er eitt hylki (290 míkrógrömm) einu sinni á sólarhring. Taka á hylkið a.m.k. 30 mínútum fyrir máltíð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 4 vikna.

Verkunartími:
Læknar þurfa að endurmeta þörf fyrir áframhaldandi meðferð reglulega.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Constella veldur tíðari hægðum og niðurgangi þegar lyfið er tekið með mat en þegar það er tekið á fastandi maga.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Helst ætti að ræða við lækninn áður en hætt er að taka lyfið. Þó er skaðlaust að hætta meðferð með Constella hvenær sem er.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Líklegustu áhrif þess að taka of mikið Constella eru niðurgangur. Ef teknir hafa verið stórir skammtar eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni, lyfjafræðing eða eitrunarmiðstöð Landspítala í síma 543 2222 eða 112 í gegnum neyðarlínuna.

Langtímanotkun:
Upplýsingar um langtímanotkun eru takmarkaðar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Kviðverkir, meltingartruflanir, uppþemba og vindgangur        
Langvarandi og mikill niðurgangur    
Minnkuð matarlyst        
Niðurgangur        
Sundl, svimi    
Svimi þegar staðið er upp        
Vökvaskortur        
Hægðaleki        
Bráðatilfinning fyrir hægðalosun        
Blóðkalíumlækkun        
Lækkun á bíkarbónat í blóði        

Milliverkanir

Samhliða meðferð með prótónpumpuhemlum, hægðalyfjum eða bólgueyðandi verkjalyfjum (NSAID) getur aukið hættu á niðurgangi. Svæsinn eða langvinnur niðurgangur getur haft áhrif á frásog annarra lyfja sem tekin eru um munn. Draga kann úr verkun getnaðarvarnarlyfja til inntöku og notkun annarra getnaðarvarna er ráðlögð til að koma í veg fyrir að getnaðarvörn í töfluformi bregðist (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrirviðkomandi getnaðarvörn). Aðgát skal höfð þegar ávísað er lyfjum með þröngt lækningalegt svið, sem frásogast í meltingarvegi, svo sem levótýroxíni, þar sem dregið getur úr verkun þeirra.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með eða hafir haft sjúkdóm í meltingarvegi
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með bólgusjúkdóm í meltingarvegi

Meðganga:
Takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um áhrif Constella hjá þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Konur sem eru þungaðar, grunar að þær séu þungaðar eða gera ráð fyrir að verða þungaðar ættu ekki að nota þetta lyf nema læknirinn mæli fyrir um það.

Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti ættu ekki að nota Constella nema læknirinn mæli fyrir um það.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Sömu skammtar eru notaðir.

Akstur:
Constella hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.