Qutenza

Staðdeyfilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Capsaicín

Markaðsleyfishafi: Astellas Pharma | Skráð: 1. janúar, 2011

Qutenza hefur staðbundna verkjastillandi verkun og er notað við einkennum taugaverkja, annaðhvort eitt sér eða ásamt öðru verkjalyfi. Verkun lyfsins er talin byggja á svonefndri ónæmingu. Virka efnið capsaicín virkjar sársaukaskynjara í húðinni og taugaboðefni losna sem veldur stingandi sársauka og roða í húðinni. Eftir þessa meðferð minnkar næmi skynjara á svæðinu til muna og helst í nokkra mánuði.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Húðplástur.

Venjulegar skammtastærðir:
Meðferð er undir stjórn læknis. Meðferðarsvæðið er deyft með staðdeyfilyfi fyrir meðferð. Húðplástur hafður á í 30 mín. (fætur) eða 60 mín. (önnur svæði), þá fjarlægður og meðferðarsvæðið hreinsað með meðfylgjandi hreinsihlaupi. Endurtekið á 90 daga fresti, eftir þörfum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 2ja vikna.

Verkunartími:
A.m.k. 12 vikur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Húðplásturinn geymist í upprunalegum poka og öskju við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ákvörðun um áframhaldandi meðferð er í höndum læknis.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Fjarlægja skal plásturinn og nota meðfylgjandi hreinsigel til að hreinsa svæðið, þurrka það síðan af og að lokum þvo svæðið með vatni og sápu.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Endurmeta skal meðferðina eftir 3 mánuði.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru tímabundin brunatilfinning, verkur, roði og kláði á meðferðarsvæðinu. Lyfið getur borist með andrúmsloftinu og valdið hósta, kvefi og öndunarerfiðleikum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Tímabundin hita- eða brunatilfinning í húð          
Öndunarerfiðleikar        
Útbrot, kláði og þurrkur á meðferðarsvæði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir þol fyrir ópíóíð lyfjum

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulega skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Lyfið má ekki bera á skaddaða, þurra eða bólgna húð. Forðast skal snertingu við lyfið/plásturinn og nálægð við augu og slímhúð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.