Cleye inniheldur virka efnið naphazolin sem tilheyrir flokki staðbundinna æðaþrengjandi lyfja sem verka með því að þrengja æðarnar í auganu og draga þannig úr roða og þrota.
Cleye er er notað við vægum roða og ertingu í augum sem stöku sinnum kemur fram. Lyfið er einungis ætlað til notkunar í stuttan tíma í senn eða til notkunar stöku sinnum.
Cleye er ætlað fullorðnum og börnum, 12 ára og eldri. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 24 klst.