1 af 2
Advanced mánaðarlinsur +3.00
6 stkAdvanced eru hágæða silicon linsur sem hleypa háu flæði súrefnis til augna og stuðla þannig að hámarks þægindum og rakaflæði til augnanna við notkun?. Linsurnar eru þróaðar sérstaklega fyrir norrænt loftslag með UVA/UVB vörn. Mánaðarlinsurnar eru notaðar yfir daginn í allt að mánuð. Fjarlægðar að kvöldi og hreinsaðar til geymslu yfir nótt. UV vörn og mjúk þægindi.
Sex stykkja pakki dugar í þrjá mánuði fyrir tvö augu og sex mánuði fyrir eitt auga. Styrkleiki frá -7,00 til +3,00.
Ráðleggingar varðandi notkun augnlinsa:
- Vera ávallt með hreinar hendur þegar linsa er sett í augu og tekin úr.
- Alltaf fara eftir leiðbeiningum framleiðanda.
- Alltaf nota nýjan vökva fyrir hreinsun og geymslu.
- Skipta þarf um linsubox reglulega og halda því hreinu og þurru á milli notkunar.
- Mælt er með að setja linsur í áður en annað er sett á augnsvæðið.
- Mælt er með að nota sundgleraugu ef synt er með linsur.
- Ekki sofa með linsur.
- Fjarlægið linsur úr augum og hvílið ef þreyta eða pirringur myndast.
- Grunnferilsradíus: 8.8 mm
- Ummál: 14.1 mm
- Efni: Silikon-hydrogel
- Vökvainnihald: 50%
Sex stykkja pakki dugar í þrjá mánuði fyrir tvö augu og sex mánuði fyrir eitt auga.
Linsur settar í:
- Passar þarf að linsan snúi ekki öfugt.
- Leggið linsuna fremst á fingur annara handar.
- Leggið löngutöng sömu handar á neðir augnlok og togið niður.
- Notið löngutöng á hinni hendinni til að toga efri augnlok upp.
- Varlega leggið linsuna á augun og blikkið hægt þangað til hún fer á réttan stað.
Linsur teknar úr:
- Varlega lyftið upp báðum augnlokunum á sama hátt og þegar linsan er sett í og grípið með tveimur fingrum um linsuna.
- Dragið svo linsuna rólega úr.
Spyrja lækni. Mælt er með að tala við lækni ef viðkomandi er að skipta um linsur og/eða hann er ekki alveg öruggur á notkun linsa.
- Sjónin breytist. Passa þarf að nota réttan styrkleika til að fá sem bestu sjónina.
- Þvo hendur. Passa þarf að vera með hreinar hendur þegar linsur eru settar í og teknar úr.
- Fylgja leiðbeiningum. Passa þarf að fylgja leiðbeningum og aldrei nota linsur sem eru runnar út á tíma.