1 af 5
Vellíðan í öskju X Hårklinikken lítil
75 + 75 + 75 mlHárvörurnar frá Hårklinikken stuðla að sterkara og þykkara hári. Þær eru unnar úr náttúrunni og hafa fengið vottunina „Hrein vara í Lyfju“. Askjan inniheldur Balancing Shampoo, Daily Conditioner hárnæringu og Hair Hydrating Créme (75 ml).
Vottunin „Hrein vara í Lyfju“ hjálpar þér að taka upplýsta ákvörðun fyrir þig og þína heilsu. Vörurnar eru yfirfarnar af faglegum ráðgjafa og eru lausar við innihaldsefni sem talin eru hafa skaðleg áhrif á þig eða umhverfið.
Gjafaaskjan inniheldur:
Balancing Shampoo 75 ml
Verðlaunasjampó sem er hannað til að djúphreinsa og styrkja hárið. Það minnkar slit samhliða því að næra og jafna pH-gildi hársvarðarins til að skapa bestu skilyrði fyrir hárvöxt.
Daily Conditioner 75 ml
Hárnæring sem veitir mikinn og endurnærandi raka sem styrkir yfirborð hársins. Hún eykur teygjanleika og getu hársins til að viðhalda raka ásamt því að minnka líkur á sliti.
Hair Hydrating Créme 75 ml
Fjölnota hárvara sem er gerð til að styrkja, auka teygjanleika og breyta gæðum hársins til hins betra með sjáanlegum árangri. Varan er djúpnærandi, gerir hárið mýkra og líflegra. Hana er hægt að nota sem hárnæringu sem ekki er skoluð úr, hitavörn eða mótunarvöru.
Balancing Shampoo
Lykilefni í Balancing Shampoo eru mustarðskorn og lífrænir hafrar.
Meðal innihaldsefna eru: Vatn (aqua), MIPA-lársúlfat, kókamíðóprópýlbetaín, PEG-4 amíð úr repjuolíu, própýlenglýkól, natríumláróýl-amínósýrur úr höfrum, natríumlevúlínat, natríumklóríð, oktadekýl-dí-t-bútýl-4-hýdroxýhýdrósinnamat, lárínsýra, sítrónusýra, kalíumsorbat.
Daily Conditioner
Aloe Vera og avókadóolía eru í aðalhlutverkum í Daily Conditioner.
Meðal innihaldsefna eru: Vatn, setearýlalkóhól, glýserín, aloeveralaufsþykkni, behenamíðprópýl dímetýlamín, avókadóolía, mjólkursýra, fenoxýetanól, bensósýra, dehýdróediksýra.
Hair Hydrating Créme
Argan- Abyssiníu- og sólbómaolíur gegna aðalhlutverki í Hair Hydrating Crème.
Meðal innihaldsefna eru: Vatn (aqua), setearýlalkóhól, vatnsrofið kínóa, kókosalkanar, glýserín, steramíðóprópýl-dímetýlamín, behentrímóníum-metosúlfat, fræolía úr Crambe Abyssinica, pólýkvateníum-37, díkaprýlýl karbónat, lárýlglúkósíð, hydroxýetýl-sellulósi, panþenól, etýlhexýlglýserín, natríumbensóat, kókókaprýlat/kaprat, sítrónusýra, argankjarnaolía, kalíumsorbat, fýtantríól, ástaraldinsblómaþykkni, vanillujurtarþykkni, sólkjarnaþykkni, grænteslaufaþykkni.
Balancing Shampoo
Bleyttu hárið, berðu Balancing Shampoo eingöngu í hársvörðinn og nuddaðu vandlega í u.þ.b. hálfa mínútu áður en þú skolar.
Ef hárið er sérstaklega þurrt er gott að setja Daily Conditioner í hárið (ekki hársvörð) og láta bíða í 2-3 mínútur áður en hárið er þvegið. Þetta verndar hárið og eykur raka.
Daily Conditioner
Skolaðu sjampóið vandlega úr og berðu hárnæringuna í hárið (ekki hársvörð), og láttu bíða í þrjár mínútur áður en þú skolar.
Ef hárið er sérstaklega þurrt er gott að bera hárnæringuna einnig í áður en hárið er þvegið.
Hair Hydrating Créme
Hair Hydrating Creme, sem er án allra vafasamra sílíkonefna, læsir kraftmikil náttúruleg innihaldsefni inni í hverju hári til að minnka slit, styrkja og veita hárinu fyllingu og þykkt og meira líf en nokkru sinni fyrr. Blandan er gerð með okkar einstöku rakatækni og nýtist sem hárnæring sem ekki þarf að þvo úr, hitavörn, kremhreinsir eða mótunarefni í rakt eða þurrt hár.







