1 af 8
Infinio Ultra 70-R heyrnartæki | 7 litir
1 stkPhonak Audéo Infinio Ultra eru fjölhæf og öflug heyrnartæki fyrir milda til alvarlegrar heyrnarskerðingar. Þau eru rétta valið fyrir viðskiptavini sem kjósa virkilega snjallt og kraftmikið tæki með látlausu yfirbragði. Infinio heyrnartækjalínan gerir þér kleift að tengjast fleiri Bluetooth tækjum í einu, ásamt því að vera tilbúið fyrir Auracast. Aukinn bluetooth stöðugleiki, verulega aukin vatnsheldni, öflugri sjálfvirk hljóðvinnslukerfi og möguleiki á að finna heyrnartækin í myPhonak appinu.
Líkt og áður byggir Phonak ofan á það sem þau hafa gert vel og bæta. Nú eru sjálfvirku hljóðkerfin orðin sneggri, öflugri og kraftmeiri. Ný stillingarformúla Phonak gerir heyrnarfræðingnum þínum kleift að ná fram enn meira úr heyrnartækinu með þínar þarfir í huga.
Ultra er ný hugbúnaðaruppfærsla (nóv.´25) í Infinio Ultra heyrnartækjunum sem breytir virkni þeirra töluvert.
- AutoSense 7.0 aðlagar sig 24% hraðar og nákvæmar að hlustunaraðstæðum en forveri þess. Þú nýtur því aukinna hljóðgæða og meiri skýrleika.
- Allt að 31 klukkutíma rafhlöðuending (fer eftir notkun og streymi).
- Mun einfaldari Bluetooth tenging við síma eða önnur snjalltæki.
- Aukinn stöðugleiki í tengingu og hljóðstreymi við síma/tæki.
- Feedback próf loks mögulegt í fjarstillingu og nú undir 13 sekúndum.
Ath. Öll Infinio heyrnartæki er hægt að uppfæra yfir í Ultra. Ekki er þörf á að kaupa nýtt tæki ef þú ert nú þegar með Infinio heyrnartæki.
Eiginleikar:
- AutoSense OS 7.0, Adaptive Phonak Digital 3.0
- Bluetooth® tengjanleg fyrir síma, tölvur og önnur Bluetooth tæki. Allt að 8 bluetooth tæki og geta verið 2 tengd í einu.
- Vatns- og rykþolin húðun (IP68)
- Innbyggð endurhlaðanleg rafhlaða
Phonak Audéo Infinio fæst í 7 litum:
- Sand Beige (P1)
Sandalwood (P3)
Chestnut (P4)
Champagne (P5)
Silver Gray (P6)
Graphite Gray (P7)
Velvet Black (P8)
Samhæfður viðbótarbúnaður – frí ráðgjöf og kennsla á keypt tæki hjá Lyfju Heyrn
RogerOn 3
Einstakur og fjölhæfur hljóðnemi sem færir hljóð enn nær þér og beint í heyrnartækin, hvort sem er á mannamóti, fundum eða við sjónvarpsáhorf. Fleiri en einn heyrnartækjanotandi getur tengst RogerOn og þannig heyrt betur í veislugestum og í margmenni.
Phonak TV Connector
Sendir hljóð beint í heyrnartækin þannig að þú heyrir í sjónvarpinu án þess að hljóðið sé tekið frá öðrum sem horfa með þér. Fleiri en einn heyrnartækjanotandi gengur tengst TV Connector á sama tíma.
Phonak PartnerMic
Léttur og lipur einstaklingshljóðnemi.
Phonak RemoteControl
einfaldaðu þér lífið og hækkaðu/lækkaðu í heyrnartækjunum með fjarstýringu. Hentar þeim sem eiga erfitt með að nota takkana á heyrnartækjum.
Forrit
- myPhonak (App sem gerir þér kleift að sjá rafhlöðustöðu, finna heyrnartækin, hækka/lækka og búa til þín eigin hljóðkerfi langi þig til, ásamt fleiri aðgerðum)
- Vatnsfráhrindandi eiginleikar
- IP68 vottun – vatns- og rykþolið, sem gerir tækið ónæmt fyrir stöðugri dýfingu í vatni í 1 metra dýpi í 60 mínútur og fyrir átta tíma í rykklefa í samræmi við alþjóðlega staðalinn IEC 60529.
Hvað færðu við kaup á PHONAK heyrnartækjum hjá Lyfju Heyrn?
- Árlega þjónustu og endurstillingu heyrnartækja hjá löggiltum heyrnarfræðingum
Auðvelt aðgengi að upplýsingum, fræðslu og þjónustu við heyrnartækin í verslun okkar - 4 ára ábyrgð á heyrnartækjum
- Lánuð heyrnartæki án viðbótarkostnaðar á meðan viðgerð stendur, ef eitthvað kæmi fyrir heyrnartækin.
- Möguleiki á fjarþjónustu í myPhonak appinu.







