1 af 5
Bl+ retinol cream
30 mlEndurnýjandi húðmeðferð sem hönnuð er til að vinna gegn öldrunareinkennum og bæta áferð húðarinnar. BL+ Retinol Cream 0.3% inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra efna sem hraða endurnýjunarferli húðfrumna, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens og lágmarka sýnileika hrukkna, svitahola og misfellna.
Virkni knúin áfram af okkar einstaka BL+ COMPLEX.
Með reglulegri notkun verður húðin sléttari og ljómameiri ásamt endurnýjaðri áferð. Ásýnd fínna lína og hrukkna minnkar.
- Prófað af húðlæknum
- Án ilmefna
- Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
- Hentar grænkerum
- Hentar venjulegum, blönduðum og olíukenndum húðgerðum
- Tilvalið fyrir þau sem eru að nota retínól í fyrsta sinn
- Forðist notkun á meðgöngu
SEA WATER (MARIS AQUA), WATER (AQUA), GLYCERIN, PROPANEDIOL, PENTYLENE GLYCOL, ASCORBYL GLUCOSIDE, SODIUM HYALURONATE, SODIUM LEVULINATE, SODIUM ANISATE, SODIUM HYDROXIDE, LECITHIN, BIOSACCHARIDE GUM-1, ALGAE EXTRACT, SILICA, GLYCERYL CAPRYLATE, CITRIC ACID, TOCOPHEROL.
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af einkaleyfisvörðum örþörungum og kísil Bláa Lónsins djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. Einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem finnst einungis í BL+ húðvörulínunni.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS endurnærir húðina með nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur þannig heildarvirkni formúlunnar.
C-VÍTAMÍN gefur húðinni bjartari yfirbragð, hefur kröftuga andoxunarvirkni og hlutleysir sindurefni.
ÞRJÁR GERÐIR HÝALÚRÓNSÝRA tryggja rakagjöf niður í dýpstu húðlögin.





