1 af 5
Blue Lagoon Skincare
Algae bioactive concentrate
30 mlVörunúmer: 10172044
Verð16.900 kr.
1
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr.
1 af 5
Öflug og náttúruleg andlitsolía sem endurnærir húðina samstundis. Þróuð með hinum einstöku lífvirku örþörungum Bláa Lónsins sem búa yfir miklu magni næringarefna og vítamína, til að styðja við endurnýjun húðarinnar. Notaðu andlitsolíuna daglega til að auka ljóma húðarinnar og stuðla að sléttara og heilbrigðara yfirbragði hennar.
Algae Bioactive Concentrate Face Oil er silkimjúk andlitsolía sem nærir og sléttir húðina, eykur ljóma og dregur úr sýnileika fínna lína og hrukkna.
OLUS OIL (VEGETABLE OIL), CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, ARGANIA SPINOSA KERNEL OIL*, SIMMONDSIA CHINENSIS (JOJOBA) SEED OIL*, OCTYLDECANOL, OENOTHERA BIENNIS (EVENING PRIMROSE) OIL*, ALGAE EXTRACT, TOCOPHEROL.
*Innihaldsefni úr lífrænni ræktun. 23% af innihaldsefnum eru úr lífrænni ræktun. 100% af innihaldsefnum eru af náttúrulegum uppruna.
ÖRÞÖRUNGAR BLÁA LÓNSINS hafa nærandi, andoxandi og endurnýjandi eiginleika. Einkaleyfisvarðir blágrænþörungarnir finnast í einstöku vistkerfi Bláa Lónsins en þeir örva, varðveita og vernda kollagenforða húðarinnar.
Berið 4-6 dropa á hreina og raka húð, andlit og háls, á hverju kvöldi eða eftir þörfum.
Strjúkið olíunni mjúklega og þrýstið inn í húðina til að hámarka virknina.