1 af 3
EGF Essence
100 mlBIOEFFECT EGF ESSENCE er létt, nærandi andlitsvatn sem eykur mýkt, raka og heilbrigði húðarinnar ásamt því að undirbúa hana fyrir það BIOEFFECT serum eða rakakrem sem á eftir kemur og auka EGF virkni þeirra.
BIOEFFECT EGF ESSENCE smýgur hratt inn í húðina og er uppfullt af virkum efnum sem draga úr hrörnun húðarinnar. Það veitir nauðsynlegan raka og hentar því best á hreina húð fyrir notkun á BIOEFFECT serum og/eða rakakremi, til að auka EGF áhrif þeirra. Hentar öllum húðgerðum og er án ilmefna.
- BIOEFFECT EGF — Rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. BIOEFFECT EGF hjálpar til við að örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
- Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
- Íslenskt vatn — Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
Innihaldsefnalisti
WATER (AQUA), GLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, PROPYLENE GLYCOL, SODIUM CITRATE, SORBITOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
Hellið lófafylli af essence í hendina, um það bil 2-4 skvettur, og þrýstið mjúklega inn í húð háls og andlits. Notið BIOEFFECT serum eða rakakrem að eigin vali á eftir.