Bólukremið frá Gamla apótekinu er bakteríudrepandi og olíulaust krem, þróað í samvinnu við íslenska húðlækna. Bólukremið hefur græðandi áhrif og hreinsar húðina ásamt því að gefa góðan raka.
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr.
Kremið inniheldur hvorki ilm- né litarefni og hentar sérstaklega vel fyrir andlit. Kremið má bera á einstaka bólur eða dreifa úr á stærri svæði til að draga úr bólumyndun og þrota í húð.
Bólukremið er tilvalið samhliða öðrum bólumeðferðum sem hefur áhrif á þurrk í húð.