1 af 4
Algae mask
30 mlNærandi andlitsmaski sem kallar fram náttúrulegan ljóma húðarinnar og dregur úr sýnileika fínna lína og hrukkna. Formúlan er auðguð af lífvirkum örþörungum Bláa Lónsins sem djúpnæra húðina og örva kollagenframleiðslu hennar. Algae Mask veitir húðinni sléttara og ljómameira yfirbragð samhliða lyftingu.
Algae Mask kallar samstundis fram náttúrulegan ljóma. Húðin verður nærð og sýnileiki fínna lína og hrukkna minnkar.
- Kremkennd áferð
- Prófað af húðlæknum
- Án ilmefna
- Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
- Hentar öllum húðgerðum og grænkerum
WATER (AQUA), GLYCERIN, OLEIC/LINOLEIC/LINOLENIC POLYGLYCERIDES, SILICA, CETEARYL ALCOHOL, GLYCERYL STEARATE, PROPANEDIOL DICAPRYLATE, PRUNUS AMYGDALUS DULCIS (SWEET ALMOND) OIL, POTASSIUM PALMITOYL HYDROLYZED WHEAT PROTEIN, OENOTHERA BIENNIS (EVENING PRIMROSE) OIL, SIMMONDSIA CHINENSIS (JOJOBA) SEED OIL, TOCOPHERYL LINOLEATE, BENZYL ALCOHOL, HYDROLYZED WHEAT PROTEIN, SODIUM STEAROYL GLUTAMATE, GLYCINE SOJA (SOYBEAN) OIL, TOCOPHEROL, ALGAE EXTRACT, HELIANTHUS ANNUUS (SUNFLOWER) SEED OIL, CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, SODIUM BENZOATE, TETRASODIUM GLUTAMATE DIACETATE, DEHYDROACETIC ACID, CHROMIUM OXIDE GREENS (CI 77288), LACTIC ACID, SUCROSE LAURATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE STEARATE, CENTAUREA CYANUS (CORNFLOWER) FLOWER WATER, CAPRYLYL GLYCOL, ETHYLHEXYLGLYCERIN, POTASSIUM SORBATE.
ÖRÞÖRUNGAR BLÁA LÓNSINS hafa nærandi, andoxandi og endurnýjandi eiginleika. Einkaleyfisvarðir blágrænþörungarnir finnast í einstöku vistkerfi Bláa Lónsins en þeir örva, varðveita og vernda kollagenforða húðarinnar.
KÍSILL BLÁA LÓNSINS hefur djúphreinsandi, náttúrulega leireiginleika sem draga óhreinindi úr húðinni og bæta yfirbragð hennar. Kísillinn er lífvirkt innihaldsefni sem gefur Bláa Lóninu sinn einkennandi bláa lit og hefur verndandi og styrkjandi áhrif á náttúrulegt varnarlag húðarinnar.
Berið Algae Mask ríkulega jafnt á hreina húð. Forðist augnsvæðið.
Látið bíða í 5-10 mínútur.
Skolið af með volgu vatni.
Notist eftir þörfum eða 2-3 sinnum í viku.