Alda [‘alːta] essence serum
30 mlAlda [‘alːta] essence serum inniheldur trypsín – náttúrulegt sjávarensím unnið á sjálfbæran hátt úr íslenskum þorski og byggir á einkaleyfisvarinni ensímtækni. Áhrif ensímanna virkjast þegar þau komast í snertingu við líkamshita. Sjávarensímin slípa húðina með því að leysa upp yfirborðsóhreinindi og dauðar húðfrumur á mildan hátt, án þess að raska ysta lagi húðarinnar eða örveruflórunni. Ásýnd fínna lína, hrukkna og húðholna verður því umtalsvert minni. Sjávarensímin hafa einnig bólgueyðandi áhrif og örva örblóðflæði húðarinnar, sem dregur úr roða, ójöfnum lit, og hefur róandi áhrif á erta húð.
Essence-ið inniheldur einnig natríumhýalúronat (e. sodium hyaluronate), sem er djúpnærandi, rakadræg sameind í saltformi hýalúrónsýru (e. Hyaluronic acid). Hún dregur að sér og bindur raka í húðinni, hjálpar til við að endurheimta rakajafnvægi, mýkir fínar línur og veitir því húðinni ákveðna fyllingu og ljóma.
Síðast en ekki síst, örva sjávarensímin framleiðslu kollagens og elastíns – prótín sem viðhalda unglegri, stinnri og heilbrigðri húð. Þau vinna einnig gegn umhverfismengun með því að slökkva á virkni skaðlegra efna, og draga þannig úr áhrifum ótímabærrar öldrunar.
Glycerol, Aqua, Alcohol, Sodium Hyaluronate, Calcium Chloride, Tromethamine, Hydrochloric Acid, Trypsin
Berið 2-4 dropa á hreina húð. Borið á andlit, háls og bringu.