1 af 4
Gjafataska
Gjafataskan frá Dóttir Skin inniheldur:
- Dóttir Skin Mineral sólarvörn 1 stk
- Dóttir Skin Alda Essence serum 1 stk
- Dóttir Skin Ljómi maskar 2 stk
- Dóttir Skin hárband 1 stk
- Dóttir Skin snyrtibudda 1 stk
Dóttir Skin sólarvörn
Sólarvörnin er sérstaklega hönnuð fyrir þau sem þurfa öfluga vörn fyrir daglega notkun, fjallahlaupið, sundið eða sólarlandaferðina—án allra málamiðlanna. Hún veitir breiðvirka UV-vörn, er vatns- og svitaþolin í yfir 80 mínútur, hentar viðkvæmum húðgerðum og svíður ekki í augun. Þar að auki er hún 100% ilmefnalaus og formúlan byggð á hreinum og áhrifaríkum innihaldsefnum sem styðja heilbrigði húðarinnar.
Ljómi maski
Ljóma ['ljou:ma] hydrogel maskinn veitir húðinni djúpan raka, róar viðkvæma húð og styrkir náttúrulega varnarlag hennar.
Formúlan inniheldur vegan kollagen, hýalúrónsýru, níasínamíð og róandi Centella asiatica sem eflir raka, teygjanleika og ljóma húðarinnar. Þríþætt blanda öflugra andoxunarefna úr Centella asiatica hjálpar til við að verja húðina gegn sindurefnum og hægja á ótímabærri öldrun.
Alda Essence
Alda [‘alːta] essence serum inniheldur trypsín – náttúrulegt sjávarensím unnið á sjálfbæran hátt úr íslenskum þorski og byggir á einkaleyfisvarinni ensímtækni. Áhrif ensímanna virkjast þegar þau komast í snertingu við líkamshita. Sjávarensímin slípa húðina með því að leysa upp yfirborðsóhreinindi og dauðar húðfrumur á mildan hátt, án þess að raska ysta lagi húðarinnar eða örveruflórunni. Ásýnd fínna lína, hrukkna og húðholna verður því umtalsvert minni. Sjávarensímin hafa einnig bólgueyðandi áhrif og örva örblóðflæði húðarinnar, sem dregur úr roða, ójöfnum lit, og hefur róandi áhrif á erta húð.







