Protect Krem
Locobase Protect er feitt krem sem hentar allri fjölskyldunni, fyrir þurra og viðkvæma húð, á allan líkamann. Fyrir þurra og mjög þurra húð ættir þú að nota feitt krem með að minnsta kosti 60% fitu. Locobase Protect er vatnsbundið krem með yfir 70% fitu sem eykur mýkt og veitir húðinni raka.
Kremið myndar vörn, leyfir húðinni að anda og kemur í veg fyrir að náttúrulegur raki húðarinnar gufi upp. Þessir eiginleikar gera það að verkum að Locobase Protect er mælt með fyrir mjög viðkvæma húð og sem viðbótarmeðferð við exem einkennum. Vanalega hefur fólk með viðkvæma húð lélegri húðvörn. Locobase Protect er mælt með af Astma- og ofnæmissamtökunum sem er enn frekari trygging fyrir því að kremið sé milt fyrir þurra, erta og viðkvæma húð.
- Veitir raka
- Milt og áhrifaríkt án þess að brenna
- Fá og sérvalin innihaldsefni
- Mælt með af norrænu Astma- og ofnæmissamtökunum
Petrolatum, Vand, Paraffinum Liquidum, Cetearyl Alcohol, Ceteareth-25, Methylparaben, Citric Acid, Sodium Citrate.
Locobase Protect er sérstaklega þróað fyrir þurra húð og hentar fullorðnum og börnum. Það má nota kremið á:
- Þurra og mjög þurra húð (má bera á stór húðsvæði)Erta og/eða viðkvæma húð
- Má nota sem viðbótarmeðferð á exem svæðiMá nota sem vörn fyrir útsett svæði t.d fyrir þá sem vinna störf þar sem mikið áreiti er á húða eins og í bleytu, hreinsiefnum og kulda.
- Berðu á húðina 3-4 sinnum á dag. Það er yfirleitt nóg að húðvörnin sé ósnert í 24 klst. Þú mátt bera á þig oftar ef þörf er á.