Xyloproct endaþarmssmyrsli og endaþarmsstílar innihalda tvö virk efni (lídókaín og hýdrókortisón)
sem verka á ólíkan hátt.
Hýdrókortisón dregur úr bólgu. Lídókaín dregur úr verkjum og kláða.
Xyloproct er notað til meðferðar við gyllinæð og yfirborðslægri ertingu í endaþarmi hjá fullorðnum.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.
Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Fylgja á nákvæmlega ráðleggingum um
skömmtun, þar sem stærri skammtar geta valdið fleiri aukaverkunum. Ef ekki er ljóst hvernig nota á
lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Borið á endaþarmsop og húðina umhverfis það einu sinni eða oftar á dag. Hægt er
að nota endaþarmssmyrslið við sársauka við hægðalosun. Nota má allt að 6 grömm af
endaþarmssmyrsli á sólarhring. Auðvelt er að þvo endaþarmssmyrslið af með vatni. Hlífðarþynnan á
stút túpunnar er götuð með því að þrýsta túpulokinu gegnum hana.