Acetýlcýstein minnkar seigju slíms og það verður auðveldara að hósta slíminu upp úr lungum. Mucomyst er notað við langvinnri berkjubólgu. Verkunarmáti er ekki þekktur þegar lyfið er gefið til inntöku. Mucomyst Retard hefur forðaverkun.
Notkun:
- Ein tafla (200 mg) leyst í ½ glasi af vatni 2-3svar á dag.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.