Nikótínlyf eru notuð sem hjálpartæki til að auðvelda fólki að hætta að reykja eða til að draga úr reykingum. Ef nikótínþörf er mikil getur verið erfitt að hætta reykingum skyndilega. Lyfin skila nikótíni hægt út í blóðið, mun hægar og í minna magni en þegar reykt er, en það dugar til þess að slá á helstu fráhvarfseinkenni reykinga.
Nicotinell Mint er til sem tyggigúmmí og munnsogstöflur. Tyggigúmmíið er lyfjaform þar sem notandinn stjórnar sjálfur skömmtuninni. Lyfið frásogast um slímhúð í munni.