Nicotinell Spearmint lyfjatyggigúmmí inniheldur virka efnið nikótín. Þegar þú tyggur tyggigúmmíið losnar nikótínið hægt og frásogast í gegnum slímhúðina í munninum. Lyfið er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það:
- Auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða
- Auðveldað reykingafólki, sem ekki getur eða er tregt til að hætta að reykja, að draga úr reykingum.
Nicotinell Spearmint er ætlað þeim sem reykja og eru 18 ára og eldri.