Flútíkasónprópíónat er notað við bólgusjúkdómum og ofnæmiseinkennum. Það bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið. Lyfið hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Flútíkasónprópíónat dregur líka úr flæði á bólgumyndandi efnum til lungna og getur með því móti minnkað eða útrýmt bólgum í nefi og lungum. Otrason er notað við nefkvefi en nefkvef er bólgusjúkdómur. Regluleg notkun flútíkasónprópíónats minnkar bólgurnar og slær á einkennin, óháð því hvort sjúkdómurinn er af völdum ofnæmis eða ekki.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 2 skammtar í hvora nös 1 sinni á dag, helst að morgni. Börn 4-11 ára: 1 skammtur í hvora nös einu sinni á dag, helst að morgni. Börn og unglingar yngri en 18 ára eiga ekki að nota lyfið nema í samráði við lækni.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að virka en vanalega næst ekki full verkun fyrr en eftir 3-4 daga.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur en bólgurnar koma smám saman aftur ef sjúkdómurinn er til staðar og töku lyfsins er hætt.