Lyf
Ibufen
400,00 mg - 50 stkHeimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu, mest 50 stk (1 pakki) handa einstaklingi
Íbúfen er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Virka efnið íbúprófen dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau valda meðal annars bólgumyndun.
Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu, höfuðverk, mígreni og sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir. Lyfið er einnig notað til að lækka hita
Vörunúmer: 552377
Verð1.179 kr.
1
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr.
Fullorðnir: 400 mg í senn, mest 3svar á dag.
Unglingar 12 ára og eldri og yfir 40 kg: 200-400 mg í senn, mest 3svar á dag.
Aðrar skammtastærðir skal aðeins taka í samráði við lækni.
Töflurnar takist inn með vatnsglasi, með eða eftir mat.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.