Sumatriptan Apofri
50,00 mg - 2 stkHeimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu, mest 2 stk (1 pakki) handa einstaklingi
Sumatriptan Apofri er mígrenilyf. Verkirnir sem fylgja mígreni eru taldir stafa af víkkun slagæða í heila. Virka efnið súmatriptan hefur sérhæfð áhrif á þessar æðar og veldur því að þær dragast saman. Lyfið er notað við mígreniköstum og hefur áhrif, hvort sem það er tekið þegar verkur er að byrja eða eftir að verkurinn er kominn. Hins vegar á ekki að nota það sem fyrirbyggjandi lyf við mígreni.
Ein 50 mg tafla um leið og vart verður við verk. Ekki má taka fleiri en tvær 50 mg töflur (100 mg) á 24 klst tímabili. Ekki má taka meira en tvær töflur í hverju mígreniskasti.
Þú verður að bíða í að lágmarki 2 klst. frá því að þú tekur fyrsta skammtinn þar til þú mátt taka annan skammt. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Töflurnar má ekki tyggja né mylja.
Heimilt er að selja eina pakkningu (2 töflur) í lausasölu.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.