Lyf
Treo Citrus
550,00 mg - 20 stkVörunúmer: 464170
Verð999 kr.
1
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr.
Treo Citrus (með sítrónubragði) inniheldur blöndu tveggja virkra innihaldsefna sem vinna saman til þess að auka verkjastillandi eiginleika lyfsins. Annars vegar inniheldur lyfið asetýlsalicýlsýru, og hún er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi. Hins vegar koffein, með væg örvandi áhrif á heilann, en nánar tiltekið dregur það saman heilaæðar og eykur verkjastillandi verkun asetýlsalicýlsýrunnar.
Lyfið hentar vel við vægum verkjum, sérstaklega ef bólga er til staðar. Þá er Treo notað til að lækka sótthita og við vægu mígreni.
Notkun:
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.