Lyf
Betolvex
1,00 mg - 100 stkVörunúmer: 407043
Verð3.199 kr.
1
Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 9.900 kr.
Cýanókóbalamín er ætlað til notkunar við B12-vítamínskorti. B12-vítamín er m.a. nauðsynlegt fyrir frumuskiptinguna. Rauðu blóðkornin eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér hvað oftast og því veldur B12-vítamínskortur blóðleysi.
Einnig er B12-vítamín nauðsynlegt fyrir nýmyndun tauga. B12-vítamínskortur getur stafað af ýmsu, eins og of lítilli myndun á sérstaks próteins (intrinsic factor), áfengissýki, mataræði snauðu af dýraafurðum (kjöti, mjólk, eggjum) í langan tíma og af langvarandi sýkingu í briskirtli. Langtímanotkun sumra lyfja getur líka aukið hættuna á B12-vítamínskorti.
Töflur: 1 mg á dag á tóman maga.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vel.