1 af 2
Abdom 1.0 #áfylling
60 hylkiAbdom bætiefnið styrkir meltingarveginn, eflir þarmaflóruna og kemur jafnvægi á meltinguna. Það er búið til úr hágæðahráefnum sem græða þig innan frá, eitt skref í einu. Heilbrigður meltingarvegur ásamt öflugri meltingarflóru er grunnurinn að góðri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.
Heilbrigð þarmaflóra er ein af forsendunum góðrar heilsu og líðan, bæði líkamlegri og andlegri. Abdom 1.0 er háþróað bætiefni úr hágæða náttúrulegum hráefnum sem eflir þarmaflóruna, bætir meltinguna og hefur græðandi áhrif á meltingarveginn. Abdom inniheldur einstaka, sérhannaða blöndu af 19 míkróhjúpuðum góðgerlum og gerjaðri íslenskri broddmjólk.
Í hverjum skammti af Abdom 1.0 eru 50 milljarðar míkróhjúpaðra góðgerla (CFU), sem gerir það að einu öflugasta bætiefni sem völ er á. Auk þess tryggir míkróhjúpun gerlanna að sérhæfð virkni hvers og eins nýtist á staðbundinn hátt í meltingarveginum.
Þessari einstöku blöndu 19 míkróhjúpaðra góðgerla er blandað saman við frostþurrkaða gerjaða broddmjólk sem er stútfull af mikilvægum efnum sem hafa græðandi áhrif á meltingarveginn.
Í upphafi er broddmjólkin gerilsneydd við lægsta mögulega hitastig til að varðveita eiginleika hennar sem best, áður en sérhannaðri gerlablöndu er bætt saman við hana og látið gerjast. Að því ferli loknu er hún frostþurrkuð til að engir eiginleikar og næringarefni tapist. Þannig tryggjum við hámarksvirkni vörunnar við að efla þarmaflóruna, bæta meltingu og græða meltingarveginn.
Abdom 1.0 inniheldur aðeins náttúruleg hráefni. Engar erfðabreytingar, soja, sýklalyf, fylliefni eða aukaefni.
Hver eining af Abdom 1.0 inniheldur 60 hylki.
Leyfðu náttúrunni að græða þig.
Hvað er broddmjólk?
Broddmjólk (e. colostrum) er næringarríkasta afurð spendýrs. Broddmjólk er ofurfæða, enda það fyrsta sem ungviðið fær eftir að það kemur í heiminn.
Broddmjólk ver nýfædd afkvæmi fyrir sýkingum og sjúkdómum því hún inniheldur ýmist önnur eða hærra hlutfall ákveðinna verndandi efna en venjuleg mjólk, t.d. ónæmisþætti, vaxtaþætti, bakteríueyðandi peptíð, núkleótíða, steinefni, vítamín og mjólkurfitu. Eiginleikar hennar hafa verið rannsakaðir í tengslum við sjúkdóma í mönnum, svo sem í meltingarvegi, við ofnæmum og sjálfsofnæmissjúkdómum, sýkingum, ofþyngd og sykursýki I og II.
Hvað eru góðgerlar?
Góðgerlar (e. probiotics) eru lifandi örverur sem hafa lífeðlisfræðileg áhrif sem geta eflt þarmalóruna, bætt meltingu og dregið úr ýmsum óþægindum. Þessar örverur efla heilsu okkar þegar þær eru teknar inn í hæfilegu magni, samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).
Rannsóknir hafa sýnt að það er öruggt að taka inn góðgerla og þolist vel. En rannsóknir hafa líka leitt í ljós að gerlar lifa misjafnlega vel af ferðalagið í gegnum meltingarveginn. Samsetning Abdom bætiefnisins, ásamt vandlegri míkróhjúpun (e. microencapsulation), tryggir að gerlarnir og aðrir heilsueflandi þættir komist lifandi alla leið niður í meltingarveginn. Þetta er gríðarlega mikilvægt, því vel heppnað ferðlag gerlanna er forsenda þess að þitt ferðalag geti hafist.
Gerlar í Abdom 1.0:
- Microencapsulated probiotic blend: CFU*
- Bifidobocterium adolescentis: 4 billion
- Bifidobocterium bifidum: 2 billion
- Bifidobocterium breve: 2 billion
- Bifidobacterium infantis: 2 billion
- Bifidobocterium lactis: 4 billion
- Bifidobacterium longum: 4 billion
- Enterococcus faecium: 1 billion
- Lacticaseibacillus casel: 2 billion
- Lacticaseibacillus paracasei subsp. paracasei: 1 billion
- Lacticoseibacillus rhamnosus: 4 billion
- Lactiplantibacillus plantarum: 4 billion
- Lactobacillus acidophilus: 4 billion
- Lactobacillus delbrueckil subsp. bulgaricus: 4 billion
- Lactobacillus helveticus: 4 billion
- Lactococcus lactis subsp. lactis: 1 billion
- Levilactobacillus brevis: 2 billion
- Ligilactobacillus salivarius: 2 billion
- Saccharomyces boulardii: 1 billion
- Streptococcus thermophilus: 2 billion
Total CFU: 50 billion
*colony forming units







