1 af 2
Nerv 1.2 #áfylling
60 hylkiNerv er kraftmikið bætiefni sem veitir jafnvægi og ró með blöndu af gerjaðri broddmjólk, tríbútírat (e. tributyrin), góðgerlum, þíamíni og bíótíni og sem vinna saman til að styðja við taugakerfið. Hvort sem þú ert að leita að meiri fókus eða minni streitu þá hjálpar Nerv þér að viðhalda góðri orku og einbeitingu.
Viltu öðlast meira jafnvægi, aukna hugarró og vellíðan? Heilbrigð þarmaflóra er ein af forsendum góðrar heilsu og almennri vellíðan.
Nerv 1.2 er háþróað bætiefni framleitt úr gerjaðri íslenskri broddmjólk, örhjúpuðu tríbútýrati (e. tributyrate), sérvöldum góðgerlum ásamt B-vítamínum sem styðja við og næra taugakerfið og efla þannig andlega vellíðan.
Ertu undir miklu álagi eða finnur þú fyrir streitu og/eða þreytu? Nerv er háþróað bætiefni hannað til að styðja við taugakerfið og bæta andlega líðan. Það er framleitt úr gerjaðri íslenskri broddmjólk, örhjúpuðu tríbútýrati, bífídóbakteríum og nauðsynlegum B-vítamínum sem vinna saman að því að efla starfsemi taugakerfis og andlega líðan.
Nerv inniheldur einstaka blöndu af lífvirkum efnum sem hjálpa þér að styrkja taugakerfið á náttúrulegan hátt. Gerjaða broddmjólkin veitir ónæmisefland og græðandi eiginleika fyrir meltingarveginn og míkróhjúpuð smjörsýra styður við heilbrigði þarma og samskipti þarma og heila (e. gut-brain axis). Bífídóbakteríur stuðla að heilbrigðri þarmaflóru, en B-vítamínin eru nauðsynleg fyrir orku- og virkni taugakerfisins.
- Styður við taugakerfið: Inniheldur nauðsynleg B-vítamín sem bæta taugavirkni og orku
- Bætir samskipti þarma og heila: Míkróhjúpuð smjörsýra stuðlar að heilbrigðu taugakerfi með því að bæta heilbrigði meltingarvegar
- Græðandi áhrif: Gerjuð íslensk broddmjólk eflir tauga- og ónæmiskerfi og stuðlar að betri meltingu og heilbrigði þarmanna
- Stuðlar að andlegri vellíðan: Sérvalin blanda bifidóbaktería ásamt nauðsynlegum næringarefnum bæta andlega líðan
- Náttúruleg hráefni: Framleitt úr hágæða náttúrulegum hráefnum án allra aukaefna.
Hvað er broddmjólk?
Broddmjólk er næringarríkasta afurð spendýrs. Broddmjólk er ofurfæða, enda það fyrsta sem ungviðið fær eftir að það kemur í heiminn. Broddmjólk ver nýfædd afkvæmi fyrir sýkingum og sjúkdómum því hún inniheldur ýmist önnur eða hærra hlutfall ákveðinna verndandi efna en venjuleg mjólk, t.d. ónæmisþætti, vaxtaþætti, bakteríueyðandi peptíð, núkleótíða, steinefni, vítamín og mjólkurfitu. Eiginleikar hennar hafa verið rannsakaðir í tengslum við sjúkdóma í mönnum, svo sem í meltingarvegi, við ofnæmum og sjálfsofnæmissjúkdómum, sýkingum, ofþyngd og sykursýki I og II.
Hvað er tríbútýrin?
Butyrate er stuttkeðju fitusýra sem framleidd er í þörmunum þegar þarmaflóran brýtur niður trefjar. Hún er ein af mikilvægustu orkugjöfum fyrir frumur í þarmaþekjunni, sérstaklega þær sem klæða ristilinn. Tríbútýrin er örhjúpuð stuttkeðju fitusýra sem stuðlar að heilbrigðri þarmaflóru, dregur úr bólgum og styður við endurnýjun frumna í meltingarveginum. Stuttkeðju fitusýran í Nerv er húðuð með verndandi hjúp, eða örhjúpuð, til að auka stöðugleika og tryggja að hún nýtist betur í meltingarveginum. Hefðbundin stuttkeðju fitusýra getur brotnað niður snemma í meltingarferlinu en með örhjúpun er hægt að stjórna frásoginu betur og tryggja að fitusýran nái til neðri hluta meltingarvegarins, þar sem hún hefur mest áhrif.
Rannsóknir sýna að tríbútýrin hefur mikil áhrif á samskipti þarma og heila. Rannsóknir hafa sýnt að aukin inntaka á tríbútýrini getur haft jákvæð áhrif á andlega heilsu og hjálpað til við að draga úr þunglyndi og kvíða. Þetta er vegna þess að heilbrigður meltingarvegur er lykillinn að betri taugastarfsemi þar sem tríbútýrin spilar stórt hlutverk.
Rannsóknir sýna einnig að tríbútýrin hefur öfluga bólgueyðandi eiginleika bæði í þörmunum og miðtaugakerfinu. Hún getur dregið úr framleiðslu bólguþátta og hjálpað til við að vernda taugafrumur frá oxunarálagi og bólgum sem geta skaðað taugakerfið.
Tríbútýrin hefur áhrif á tiltekin taugaboðefni eins og GABA (gamma-aminós-bútýrin), sem er róandi taugaboðefni sem hjálpar til við að stjórna streitu og spennu. Með því að hafa áhrif á GABA-viðtaka í heila getur tríbútýrin stuðlað að auknu jafnvægi í taugakerfinu.
Rannsóknir sýna að tríbútýrin hefur verið tengt við aukna tjáningu á próteinum sem tengjast taugafrumuvexti og viðgerð, eins og BDNF (e. brain-derived neurotrophic factor). Þetta getur stuðlað að endurnýjun taugafrumna og bætt heilastarfsemi.
Hvað eru bífídóbakteríur?
Bifidóbakteríur í Nerv gegna mikilvægu hlutverki í að bæta samsetningu þarmaflórunnar sem hefur bein áhrif á taugakerfið og andlega líðan. Bifidóbakteríur eru góðgerlar sem stuðla að jafnvægi í þarmaflórunni með því að fjölga góðum bakteríum og draga úr skaðlegum örverum. Heilbrigð þarmaflóra er grundvöllur fyrir almenna vellíðan og tengist einnig betri meltingu og betri upptöku næringarefna. Bifidóbakteríur hafa bein áhrif á þarma-heila-ásinn sem eru samskipti milli þarmanna og miðtaugakerfisins. Rannsóknir sýna að heilbrigð þarmaflóra getur stuðlað að betri taugastarfsemi og haft jákvæð áhrif á skap, draga úr kvíða og bæta andlega heilsu. Bifidóbakteríur geta hjálpað til við að draga úr bólgum í þörmunum sem getur haft áhrif á bólguferli í taugakerfinu. Með því að draga úr bólgum getur það hjálpað til við að vernda taugafrumur og styðja við betra jafnvægi í taugakerfinu. Ákveðnir stofnar bifidóbaktería hafa verið tengdir við minnkun á streitu og kvíða með því að stuðla að framleiðslu taugaboðefna eins og GABA og serótóníns, sem hjálpa til við að róa taugakerfið og bæta svefn, sem er mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu.
Hvað er níasín?
Níasín, form af B3-vítamíni, gegnir mikilvægu hlutverki í að styðja við heilbrigða taugaboðefnaframleiðslu í heilanum. Það eykur orku í frumum heilans með því að taka þátt í myndun ATP sem er nauðsynlegt fyrir a einbeitingu og skýra hugsun. Níasín hefur einnig bólgueyðandi eiginleika sem geta hjálpað til við að draga úr bólgum í taugakerfinu sem er mikilvægt fyrir að vernda heilafrumur og bæta andlega heilsu. Með því að styðja við taugaboðefnaframleiðslu eins og serótónín getur níasínamíð hjálpað til við að bæta skap og draga úr streitu.
Hvað er þíamín hýdróklóríð?
Þíamín (B1-vítamín) er nauðsynlegt fyrir orkuvinnslu í taugafrumum og stuðlar að eðlilegum orkuefnaskiptum í líkamanum. Það hjálpar taugafrumum að vinna úr kolvetnum og umbreyta þeim í orku sem er nauðsynlegt fyrir taugakerfið til að starfa á hámarksafköstum. Þíamín er einnig nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi taugaboða sem styður við samhæfingu, fókus og andlega frammistöðu. Skortur á þíamíni getur leitt til þreytu og vandamála, svo sem skorts á einbeitingu. Þíamín getur hjálpað til við að vernda taugafrumur gegn oxunarálagi og styðja við heilbrigða taugastarfsemi.
Hvað er bíótín?
Bíótín gegnir lykilhlutverki í efnaskiptum, sérstaklega í niðurbroti fitu, kolvetna og próteina, sem veitir taugakerfinu nauðsynlega orku. Þetta er mikilvægt til að viðhalda stöðugri orku yfir daginn og auka frammistöðu. Bíótín hjálpar til við að viðhalda heilbrigði tauga og frumuhimna, sem er mikilvægt fyrir örugg samskipti milli taugafruma. Þetta getur leitt til bættrar andlegrar skerpu og einbeitingar. Bíótín getur einnig haft jákvæð áhrif á skap og andlega vellíðan með því að styðja við eðlilega starfsemi taugakerfisins.
Gerjuð íslensk broddmjólk - Styður við þarma-heila tengsl og hefur róandi áhrif á taugakerfið.
Örhjúpað tríbútýrin - Hjálpar til við að viðhalda heilbrigðum þarmafrumum og þarmaflóru.
Bífídóbakteríubanda
- Bifidobacterium bifidum - Styðja við heilbrigða meltingu og þarmaflóru.
- Bifidobacterium longum - Hefur bólgueyðandi eiginleika og eykur þarmaheilbrigði.
- Bifidobacterium animalis - Styður við þarmaflóru og meltingu.
Thíamín hýdróklóríð (B1-vítamín) - Nauðsynlegt fyrir orku- og taugaboðefnaframleiðslu.
Bíótín (B7-vítamín) - Stuðlar að heilbrigðu taugakerfi og efnaskiptum.
Til að fá sem mest út úr Nerv er mikilvægt að taka það reglulega inn.
Dagleg notkun
Taktu Nerv daglega til að tryggja stöðuga næringu fyrir taugakerfið og andlega vellíðan. Bestu áhrifin koma fram með reglulegri notkun.
Taktu inn með mat
Taktu bætiefnið með mat til að auðvelda upptöku næringarefnanna og forðast óþægindi í maga. Það má einnig taka Nerv á fastandi maga en getur upptaka verið betri með mat.
Taktu inn fyrrihluta dags
Taktu Nerv á morgnana eða fyrri hluta dags. Nerv inniheldur þíamín (B1) og bíótín (B7) sem hjálpa til við orku og efnaskipti, sem getur hjálpað þér að viðhalda orku og fókus yfir daginn. Taugastyrkjandi áhrif hjálpa einnig við að draga úr streitu og bæta einbeitingu.
Drekktu vatn með
Drekktu nóg af vatni með bætiefninu til að tryggja að það frásogist vel og það stuðlar einnig að betri virkni.
Til að fá sem mest út úr Nerv skaltu taka það daglega, helst með máltíð og vatni, og taka það á morgnana eða fyrri hluta dags fyrir orku og fókus. Með reglulegri notkun muntu hámarka áhrifin á taugakerfið, fókus og andlega vellíðan.







