Cinveron

Lyf við uppköstum og ógleði | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ondansetrón

Markaðsleyfishafi: Tecnimede - Sociedade Técnico-Medicinal, S.A. | Skráð: 15. febrúar, 2018

Cinveron inniheldur virka efnið ondansetrón sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnast ógleðistillandi lyf. Cinveron er öflugur og mjög sértækur 5HT3 viðtakablokki. Verkunarháttur hans gegn ógleði er ekki nákvæmlega þekktur. Cinveron er ætlað til meðferðar við ógleði og uppköstum sem orsakast af frumuskemmandi krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð. Cinveron er einnig ætlað til að koma í veg fyrir og meðhöndla ógleði og uppköst eftir aðgerð. Lyfið er einungis ætlað til notkunar á spítölum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í æð.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru mismunandi eftir samsetningu krabbameinslyfjameðferðar og geislameðferðar og er á bilinu 8 til 32 mg á sólarhring. Meðferð er venjulega hafin rétt fyrir krabbameinslyfjameðferð og fer það eftir alvarleika uppsöluvaldandi áhrifa hversu lengi meðferð er haldið og hvort dexametsón er notað samhliða. Til að fyrirbyggja ógleði og uppköst eftir skurðaðgerðir er mælt með 4 mg stökum skammti af Cinveron gefnum sem hæg inndæling í bláæð eða vöðva samhliða svæfingu.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif lyfsins koma fljótlega fram.

Verkunartími:
U.þ.b. 12 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymið við lægri hita en 25° C. Verndið gegn ljósi. Lykjurnar innihalda ekki rotvarnarefni, þær má aðeins nota einu sinni og skal gefa lyfið samstundis eða það þynnt strax eftir að lykjan er rofin.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Áhrif á stungustað (stungulyf)          
Hitatilfinning eða andlitsroði          
Hjartsláttartruflanir          
Hægðatregða          
Höfuðverkur          
Krampar eða flog        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú sért með þarmateppu

Meðganga:
Ekki má nota ondansetron á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu og því er notkun ekki ráðlögð.

Brjóstagjöf:
Ekki skal nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Skammtar eru háðir aldri og líkamsstærð.

Eldra fólk:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins í öldruðum eftir skurðaðgerðir. Í meðferð gegn ógleði og uppköstum sökum krabbameinslyfjameðferðar og geislameðferðar skal notast við venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.