Synjardy
Sykursýkilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Metformín Empagliflozin
Markaðsleyfishafi: Boehringer Ingelheim | Skráð: 1. janúar, 2016
Synjardy er sykursýkislyf sem inniheldur tvö virk innihaldsefni: empagliflozin og metformín. Empagliflozin virkar með því að hamla prótein í nýrum sem kallast samflutningsprótein natríumglúkósa 2 (sodium glucose co-transporter 2, SGLT2). SGLT2 kemur í veg fyrir losun glúkósa (blóðsykurs) með þvagi með því að taka hann aftur upp í blóðrásina þegar blóðið er síað í nýrunum. Með hömlun þessa próteins veldur lyfið því að blóðsykur, natríum (salt) og vatn skilst út með þvagi. Þar með lækkar blóðsykur, sem er of mikill vegna sykursýki af tegund 2. Metformín lækkar blóðsykur á annan hátt, fyrst og fremst með því að hamla framleiðslu glúkósa í lifur. Synjardy er notað sem viðbót við sérhæft mataræði og hreyfingu til meðferðar við sykursýki af tegund 2 hjá fullorðnum sjúklingum (18 ára og eldri) ef ekki næst nægileg stjórn á sykursýkinni með því að bæta við einungis metformíni eða metformíni og öðrum sykursýkislyfjum. Einnig má nota Synjardy samhliða öðrum lyfjum sem notuð eru til meðferðar við sykursýki. Slík lyf geta verið til inntöku eða gefin er með inndælingu, svo sem insúlín. Auk þess má nota Synjardy í stað þess að taka bæði empagliflozin og metformín í stökum töflum. Til að forðast ofskömmtun skal ekki halda áfram að taka einnig empagliflozin og metformín þegar þetta lyf er notað. Mikilvægt er að þú fylgir áfram áætlun um sérhæft mataræði og hreyfingu samkvæmt fyrirmælum læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings. Sykursýki af tegund 2 er sjúkdómur sem bæði má rekja til erfðavísa og lífstíls. Ef þú ert með sykursýki af tegund 2 framleiðir brisið ekki nógu mikið af insúlíni til að hafa stjórn á glúkósa í blóðinu og líkaminn getur ekki nýtt eigið insúlín á skilvirkan hátt. Afleiðing þessa er hár blóðsykur, sem getur leitt til heilsufarsvandamála á borð við hjartasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, blindu og lélegs blóðstreymis í útlimum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Ein tafla 2svar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksblóðþéttni næst 2 klst. eftir inntöku.
Verkunartími:
Um 24 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Breytt mataræði og minnkuð sykurneysla er þáttur í meðferð.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sykursýki getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef sjúklingur missir meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erfiðleikar með þvaglát | |||||||
Of lágur blóðsykur | |||||||
Ofsakláði og útbrot | |||||||
Sveppasýking | |||||||
Þvagfærasýkingar | |||||||
Of hár blóðsykur | |||||||
Vökvaskortur |
Milliverkanir
,
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Apidra
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Atenolol Viatris
- Betolvex
- Bloxazoc
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Cinveron
- Cotrim
- Coversyl Novum
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eucreas
- Eusaprim
- Fampyra
- Fampyra (Heilsa)
- Fampyra (Lyfjaver)
- Fiasp
- Glimeryl
- Glucophage
- Humalog
- Humalog KwikPen
- Humalog Mix25 KwikPen
- Humulin NPH KwikPen
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Idotrim
- Isoptin Retard
- Janumet
- Jardiance
- Jentadueto
- Keflex
- Lantus [Clikstar]
- Lantus [Solostar]
- Levemir FlexPen
- Levemir Penfill
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Lynparza
- Metformin Bluefish
- Metformin EQL
- Metformin Sandoz
- Metformin Teva B.V.
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Modifenac
- Modigraf
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Novo Mix 30 Penfill
- NovoMix 30 FlexPen
- NovoRapid
- NovoRapid FlexPen
- NovoRapid Penfill
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Ondansetron Bluefish
- Ondansetron Fresenius Kabi
- Ondansetron STADA
- Parapró
- Presmin Combo
- Prograf
- Qsiva
- Ramíl
- Rimactan
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Honung & Eukalyptus
- Strefen Orange Sukkerfri
- Synjardy
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Toujeo [DoubleStar]
- Toujeo [Solostar]
- Tresiba [FlexTouch]
- Tresiba [Penfill]
- Trimetoprim Meda
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Veraloc Retard
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Zofran
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm eða hafir fengið hjartabilun
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með krabbamein í þvagblöðu
Meðganga:
Ef þungun á sér stað skal stöðva meðferð með Jardiance, þar sem notkun þess er ekki ráðlögð á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu. Ráðfærðu þig við lækninn um hvernig best er að hafa stjórn á blóðsykri á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki nota Jardiance ef þú ert með barn á brjósti.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni en ef merki eru um of lágan blóðsykur ætti ekki að stjórna ökutæki.
Áfengi:
Getur valdið lækkun á blóðsykri. Einkenni um lækkaðan blóðsykur líkjast að sumu leyti áhrifum áfengis, en það minnkar líkur á því að einkennin þekkist og að rétt sé brugðist við þeim. Sjúklingar sem nota lyfið ættu því ekki að neyta áfengis.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.