Lyfjaverð

Í apótekum er frjáls verðlagning á lausasölulyfjum, en til þeirra teljast lyf sem heimilt er að selja án lyfseðils. Að jafnaði taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í greiðslu þeirra þótt læknir gefi út lyfseðil fyrir þeim.  Hins vegar er bæði heildsöluverð og smásöluverð lyfseðilsskyldra lyfja ákvarðað af Lyfjagreiðslunefnd.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) niðurgreiða lyf samkvæmt svokölluðu greiðsluþrepakerfi. Nánari útfærslu á því má finna hér inn á vef SÍ

Lyfjum er skipt í 2 flokka eftir því hvort þau eru niðurgreidd eða ekki:

G: lyfið er niðurgreitt og fellur inn í greiðsluþrepakerfið
O: lyfið er ekki niðurgreitt og fellur ekki inn í greiðsluþrepakerfið