Rimactan

Lyf gegn Mycobacteriaceae tegundum | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Rífampicín

Markaðsleyfishafi: Sandoz

Rimactan er við berklum. Athugið að alltaf verður að nota önnur berklalyf samhliða þessu lyfi. Lyfið vinnur líka á klasasýklum sem eru ónæmir gegn hefðbundnari lyfi, eins og kloxacillíni. Virka efnið rífampicín er einnig notað til að útrýma Neisseria meningitidis úr hálsi. Ekki ætti að meðhöndla sýkingar með rífampicíni eingöngu þar sem hætta er fyrir hendi á ónæmismyndun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 450-600 mg í senn 1-2svar á dag. Börn: 10-20 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Hylkin takist inn með vatnsglasi á fastandi maga.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksþéttni í blóði næst á 2-4 klst. eftir stakan skammt en fæða getur tafið frásog.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu alltaf samband við lækni. Meðferð er háð einkennum.

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf með lifrarstarfsemi og blóðhag.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins koma frá meltingarfærum og húð.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Höfuðverkur, svimi, þreyta          
Magaverkir, uppþemba          
Mæði        
Ógleði, lystarleysi          
Ósamhæfðar hreyfingar        
Rauð augu          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Útbrot og mikill kláði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með áfengissýki
  • þú þjáist af næringarskorti

Meðganga:
Lyfið má ekki nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og syfju. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Ekki má neyta áfengis meðan meðferð stendur.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Lyfið hefur rauðbrúna áferð og litar þvag, hráka og tár. Það getur litað og skemmt mjúkar augnlinsur. Lifrarstarfsemi ætti að skoða áður en meðferð er hafin með rífampicíni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.