Sufenta

Ópíóíðar til svæfinga | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Sufentanil

Markaðsleyfishafi: Piramal Critical Care B.V | Skráð: 1. október, 1992

Sufenta er sterkt ópíóíðverkjalyf sem er notað á sjúkrahúsum. Sufenta er til notkunar utan basts (epidural) t.d. til verkjastillingar eftir skurðaðgerðir eða í fæðingu. Virka efnið í lyfinu kallast sufentanilsítrat. Lyfhrif lyfsins líkist lyfhrifum morfíns en eru um 100 sinnum kröftugri, koma fyrr fram og vara í skemmri tíma.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf til notkunar utan basts.

Venjulegar skammtastærðir:
Sufenta er gefið af lækni sem hefur reynslu í notkun lyfja af þessari tegund. Skammtar fara eftir þyngd, aldri, líkamlegu ástandi, undirliggjandi sjúkdómum, samhliða notkun annarra lyfja, sem og tegund og lengd aðgerðar og svæfingu.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Eftir 5-15 mínútur.

Verkunartími:
er í kringum 4-6 klst.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Á ekki við.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti          
Kláði          
Ógleði, uppköst          
Syfja, slæving          
Háþrýstingur, lágþrýstingur          

Milliverkanir

Lyfið milliverkar við fjölda lyfja, láttu lækni vita af öllum lyfjum sem þú tekur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með einhvern lungnasjúkdóm
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú reykir
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
  • þú eigir við áfengis- eða fíkniefnavandamál að stríða
  • þú sért með heilaskaða
  • þú sért með blóðstorknunarsjúkdóm

Meðganga:
Sufenta fer yfir fylgju. Notkun lyfsins í tengslum við fæðingu sem gefið er utan basts (epidural) hefur engin neikvæð áhrif á móður eða barn. En langvarandi notkun móður á ópíóíðum á meðgöngu getur valdið lyfjafíkn hjá nýburanum, sem getur leitt til fráhvarfsheilkennis nýbura.

Brjóstagjöf:
Lyfið skilst út í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar ef að lyfið er notað með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er notað hjá börnum eldri en 1 árs til verkjastillingar eftir ákveðnar aðgerðir.

Akstur:
Viðbragðshæfni getur skerst við notkun Sufenta. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs.

Áfengi:
Lyfið milliverkar við áfengi og á því ekki að neyta þess á meðan lyfið er notað.

Fíknarvandamál:
Ópíóíðafíkn getur þróast við endurtekna gjöf ópíóíða. Misnotkun eða vísvitandi röng notkun Sufenta getur valdið ofskömmtun og/eða dauða.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.