Ondansetron Fresenius Kabi

Lyf við uppköstum og ógleði | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ondansetrón

Markaðsleyfishafi: Fresenius Kabi AB | Skráð: 10. mars, 2022

Ondansetron Fresenius Kabi inniheldur virka efnið ondansetrón. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn ógleði og uppköstum af völdum frumudrepandi krabbameinsmeðferðar eða geislameðferðar. Lyfið er einnig notað til varnar ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir. Krabbameinslyfjameðferðir og geislameðferðir geta valdið því að 5HT (serótónín) losast í smágirni en það örvar viðbragð sem veldur uppköstum. Verkunarháttur ondandasetróns gegn ógleði og uppköstum er ekki fullþekktur en lyfið er sértækur 5HT3-viðtaka blokkari og hindrar þetta viðbragð. Verkunarháttur gegn ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir er heldur ekki þekktur en getur verið sá sami og gegn ógleði og uppköstum sem krabbameinslyfjameðferð veldur.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Ondansetron Fresenius Kabi er gefið með inndælingu eða innrennsli í bláæð. Læknir eða hjúkrunarfræðingur sjá um lyfjagjöfina.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif lyfsins koma fljótlega fram.

Verkunartími:
U.þ.b. 8 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú heldur að skammtur gleymist skaltu láta lækninn eð hjúkrunarfræðing vita.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur gefa lyfið þannig að ólíklegt er að þú eða barnið fáið of mikið. Ef þú heldur að þú eða barnið hafið fengið of mikið skaltu láta lækninn eð hjúkrunarfræðing vita. Einkenni ofskömmtunar gætu verið sjóntruflanir, veruleg hægðatregða, lágur blóðþrýstingur, hjartsláttartruflanir og meðvitundarleysi.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hitatilfinning eða andlitsroði          
Hjartsláttartruflanir          
Hægðatregða          
Höfuðverkur          
Krampar eða flog        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú sért með þarmateppu
  • þú sért með óeðlileg blóðsölt eins og kalíum, natríum og magnesíum

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki skal nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Skammtar eru háðir aldri og líkamsstærð.

Eldra fólk:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins í öldruðum eftir skurðaðgerðir. Í meðferð gegn ógleði og uppköstum sökum krabbameinslyfjameðferðar og geislameðferðar skal notast við venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.