Tegretol
Flogaveikilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Karbamazepín
Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare | Skráð: 1. desember, 1972
Karbamazepín, virka efnið í Tegretol, er fyrst og fremst notað við flogaveiki. Flogaveiki er tilkomin vegna heilaskaða eða hún gengur í erfðir. Margar undirtegundir flogaveiki hafa verið flokkaðar eftir einkennum sem flogunum fylgja og breytingum sem verða á heilastarfsemi á meðan flogin ganga yfir. Flogaveikiseinkenni stafa af óeðlilega mikilli virkni taugafrumna í heila og hárri tíðni taugaboða. Breytingarnar geta verið bundnar við lítinn hluta heilans (hlutaflog) eða náð yfir stóran hluta hans (alflog). Karbamazepín minnkar hæfileika taugafrumna að senda frá sér boð með mjög stuttu millibili. Með því hindrar lyfið breytingarnar sem verða á starfsemi heilans í flogaköstunum. Lyfið virkar á margar tegundir flogaveiki, staðbundin flog og krampaflog, en það hefur ekki áhrif á störuflog. Það er einnig notað til að fyrirbyggja oflætisköst þegar ekki er hægt að nota litíum (sjá Litarex og Litíumsítrat Actavis). Karbamazepín nýtist líka við taugaverkjum í andliti, langvarandi verkjum vegna taugaskemmda, t.d. hjá sykursjúkum, og við fráhvarfseinkennum drykkjusýki. Ein aukaverkun karbamazepíns er sú að það fjölgar hormóni sem dregur úr þvagmyndun í nýrum. Hægt er að nota lyfið við flóðmigu (diabetes insipidus), sjúkdómi sem orsakast af því að of lítið myndast af þessu hormóni eða að nýrun eru ekki nógu næm fyrir áhrifum þess.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur og mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Fullorðnir: 100-400 mg í senn 2-4 sinnum á dag. Börn: 10-20 mg á hvert kg líkamsþyngdar á sólarhring. Töflurnar takist með vatnsglasi. Mixtúran hristist fyrir notkun.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Mjög einstaklingsbundið.
Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin, en ef lyfið er tekið með mat nýtist það betur.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar hætt er að taka lyfið, sérstaklega ef skammtar eru ekki minnkaðir smám saman. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni strax.
Langtímanotkun:
Karbamazepín getur valdið blóðbreytingum og haft áhrif á lifrarstarfsemi. Fylgjast þarf reglulega með þéttni lyfsins í blóði, samsetningu blóðs og starfsemi lifrar.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru fátíðar ef skammtar eru litlir, en verða meira áberandi þegar skammtar eru stækkaðir. Húðútbrot og kláði koma fram hjá 4-6% þeirra sem taka lyfið. Fái sjúklingur flog, sem tekur lyfið reglulega við flogaveiki, skal strax hafa samband við lækni.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bjúgur, þyngdaraukning | |||||||
Erfiðleikar við að samhæfa hreyfingar | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hægur hjartsláttur | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Niðurgangur, hægðatregða | |||||||
Ógleði, uppköst, lystarleysi | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Svimi, þreyta, höfuðverkur | |||||||
Syfja, sljóleiki | |||||||
Útbrot og mikill kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvagtregða, aukin tíðni þvagláta |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt og greipaldinsafi geta haft áhrif á virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Aprepitant Medical Valley
- Aprepitant STADA
- Brintellix
- Brintellix (Abacus Medicine)
- Emend
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Inspra
- Lixiana
- Lynparza
- Paxlovid
- Revastad
- Revatio
- Sildenafil Actavis
- Sildenafil Medical Valley
- Tavneos
- Venclyxto
- Vfend
- Viagra
- Vizarsin
- Voriconazole Accord
Getur haft áhrif á
- Abilify
- Abilify Maintena
- Abilify Maintena (Lyfjaver)
- Abiraterone STADA
- Activelle
- Adalat Oros
- Advagraf
- Advagraf (Lyfjaver)
- Afinitor
- Afipran
- Akeega
- Alkindi
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Alunbrig
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Amló
- Amlodipin Bluefish
- Amlodipin Medical Valley
- Amlodipin Zentiva
- Amlodipine Vitabalans
- Anafranil
- Anoro Ellipta
- Aripiprazol Krka
- Aripiprazol Medical Valley
- Aripiprazol W&H
- Aromasin
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Aspendos
- Asubtela
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Betnovat
- Braftovi
- Buccolam
- Buprenorphine Alvogen
- Bupropion Teva
- Calcipotriol/Betamethasone Teva
- Candizol
- Candpress Comp
- Cardil
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cerazette
- Certican
- Cialis
- Cinacalcet STADA
- Cinacalcet WH
- Cinveron
- Cipramil
- Circadin
- Citalopram STADA
- CitraFleet
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Clarityn
- Cleodette
- Clindamycin EQL Pharma
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Cloxabix
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Crinone
- Cyclogest
- Cypretyl
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Dailiport
- Daivobet
- Dalacin
- Darazíð
- Decortin H
- Decutan
- Deferasirox Accord
- Depo-Medrol
- Depo-Provera
- Desirett
- Desmopressin Teva B.V.
- Desmopressin Zentiva
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone hameln
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Diacomit Lyfjaver
- Diamox
- Diclomex
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Dimax Rapid
- Diprosalic
- Diprospan
- Dolorin
- Dolorin Junior
- Donepezil Actavis
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Drovelis
- Dynastat
- Emselex
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Enstilar
- Epidyolex
- Eslicarbazepine acetate STADA
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Euthyrox
- Everolimus WH
- Evorel Sequi
- Evra
- Exemestan Actavis
- Exforge
- Felodipine Alvogen
- Femanest
- Fesoterodine Medical Valley
- Fesoterodine Teva
- Flagyl
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fungyn
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Fycompa
- Genotropin
- Gestrina
- Grepid
- Haldol
- Haldol Depot
- Harmonet
- Heminevrin
- Hydrokortison Orion
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Ikervis
- Impugan
- Inovelon
- Intuniv
- Invega
- Isoptin Retard
- Isotretinoin ratiopharm
- Jaydess
- Kenacort-T
- Kerendia
- Klacid
- Kliogest
- Klomipramin Viatris
- Kyleena
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
- Lansoprazol Krka
- Laxoberal
- Laxoberal (Heilsa)
- Lederspan
- Lenzetto
- Levaxin
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Litarex
- Logimax
- Logimax forte
- Lóritín
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Lutinus
- Mektovi
- Melatonin Bluefish
- Melatonin Evolan
- Melatonin Teva
- Melatonin Vitabalans
- Melleva
- Mercilon
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Microgyn
- Microstad
- Midazolam Medical Valley
- Minirin
- Mirena
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Modafinil Bluefish
- Modifenac
- Modigraf
- Modiodal
- Montelukast ratiopharm
- Navelbine
- Nexavar
- Nexplanon
- NOCDURNA
- Norditropin FlexPro
- Norgesic
- Noritren
- Norspan
- Norvasc
- Novofem
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- NuvaRing
- Ofev
- Olanzapin Actavis
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Omnitrope
- Ondansetron Bluefish
- Ondansetron Fresenius Kabi
- Ondansetron STADA
- Oracea
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Ornibel
- Oropram
- Ovestin
- Oxcarbazepin Jubilant
- Paliperidon Krka
- Panodil
- Panodil Brus
- Panodil Extra
- Panodil Hot
- Panodil Junior
- Panodil Zapp
- Paracet
- Paracet (Heilsa)
- Paracetamol Baxter
- Paracetamol Sandoz
- Paradorm
- Parapró
- Paratabs
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxetin
- PEDIPPI
- Picoprep
- Pinex
- Pinex Junior
- Plenadren
- Postinor
- Pradaxa
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin Combo
- Primolut N
- Prograf
- Qlaira
- Quetiapin Actavis
- Quetiapin Krka
- Quetiapin Medical Valley
- Quetiapin Viatris
- Quetiapine Alvogen
- Rapamune
- Reagila
- Rewellfem
- Rimactan
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Rivotril
- Ryego
- Sabrilex
- Saizen
- Sandimmun Neoral
- Sativex
- Scemblix
- Serdolect
- Seroquel Prolong
- Seroxat
- Singulair
- Slenyto
- Solifenacin Alvogen
- Solifenacin Krka
- Soltamcin
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Sorafenib STADA
- Sporanox
- Suboxone
- Tadalafil Krka
- Tadalafil Mylan
- Tafil
- Tafil Retard
- Tambocor
- Tibinide
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Toviaz
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- TREVICTA
- Trileptal
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Veraloc Retard
- Vesicare
- Vinorelbin Actavis
- Vinorelbine Alvogen
- Visanne
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Xeplion
- Yasmin
- Yasmin 28
- Zalasta
- Zebinix
- Zeldox
- Ziprasidon Actavis
- Zitromax
- Zofran
- Zyban
- Zypadhera
- Zyprexa
- Zyprexa Velotab
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með sögu um beinmergsbælingu
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu. Ekki ætti að nota lyfið nema gagnsemi þess fyrir móður sé talin vega þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum hefur það óveruleg áhrif á barnið.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Aukin hætta er á aukaverkunum, minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Auk þeirra áhrifa sem flogaveikin hefur sjálf, getur lyfið skert athygli og viðbragðsflýti og þar með aksturshæfni. Ekki aka bíl meðan lyfið er tekið.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið. Áfengi eykur sljóvgandi áhrif lyfsins og hraðar niðurbroti þess í lifur.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Góð tannhirða minnkar líkur á því að munnþurrkur valdi skemmdum í tannholdi.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.