Notkun

Lyfjaform:

Upptalning á þeim lyfjaformum sem eru til. 

Venjulegar skammtastærðir:
Þeir skammtar sem algengast er að nota. Þessar tölur eru aðeins til viðmiðunar þar sem skammtar geta verið mjög mismunandi eftir ástandi sjúklings. 

Hversu langur tími líður þar til verkun kemur fram?
Sá tími sem líður frá því að lyfið er fyrst notað þangað til áhrifa þess fer að gæta. Hér er átt við fyrstu áhrif nema annað sé tekið fram. Full verkun lyfsins getur komið fram eftir lengri tíma. Hafið í huga að tíminn sem er gefinn upp hér er aðeins til viðmiðunar og á við í flestum tilfellum, en ekki öllum. 

Verkunartími:
Hversu lengi áhrif lyfsins vara. Þetta getur verið mjög mismunandi eftir lyfjum, lyfjaformi, sjúkdómum og ástandi hvers sjúklings fyrir sig. Hafið í huga að tíminn sem er gefinn upp hér er aðeins til viðmiðunar og á við í flestum tilfellum, en ekki öllum. 

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ef einhverjar fæðutegundir hafa áhrif á lyfið eða verkun þess er þess getið hér. 

Geymsla:
Hér er sagt til um hvernig á að geyma lyfið og hvers ber að gæta til þess að lyfið haldi virkni sinni. Geymið lyfið við stofuhita nema annað sé tekið fram. 

Ef skammtur gleymist: Hvernig á að bregðast við því ef skammtur gleymist?
Þetta á aðeins við ef lyf er tekið reglulega, ekki ef það er tekið eftir þörfum við tilfallandi ástandi. 

Hvernig á að hætta töku lyfsins?
Almennt gildir að ef lyf er tekið að staðaldri í einhvern tíma á að hafa samband við lækni áður en töku þess er hætt. Annars fer það eftir notkun lyfs hvort hætta má töku þess hvenær sem er eða hvað ber að varast þegar töku lyfs er hætt. 

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hvernig á að bregðast við því ef tekinn er of stór skammtur af misgáningi? Alltaf ætti að hafa samband við lækni ef um barn er að ræða eða ef mjög stórir skammtar eru teknir.

Sími hjá eitrunarmiðstöð Landspítala er 543-2222 , en þar er hægt að fá nánari upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig.  Eitrunarmiðstöðin er opin allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar.