Calcium-Sandoz
Steinefni | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Kalsíum
Markaðsleyfishafi: Sandoz | Skráð: 1. desember, 1972
Kalk (kalsíum) er uppistöðuefni beina og tanna, en 99% af kalki líkamans er að finna í beinum og tönnum. Stöðug inntaka kalks er nauðsynleg fyrir nýmyndun beina, jafnframt því sem hún dregur úr myndun parathormóns og hægir með því móti á niðurbroti beina. Lyfið er notað við sjúkdómsástandi vegna kalkskorts, sem fyrirbyggjandi meðferð gegn beinþynningu og einnig við bráðri lækkun á kalki í blóði. Kalkskortur getur leitt til óeðlilegs beinvaxtar hjá börnum en skortur hjá fullorðnu fólki getur leitt til beinþynningar. Samtímis inntaka á D-vítamíni eykur nýtingu kalks í líkamanum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Freyðitöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 500-1500 mg á dag. Börn: 500-1000 mg á dag. Töflurnar leysist upp í vatnglasi og drukkið.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Háð sjúkdómsástandi.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum, upprunalegum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Næg kalkinntaka er mikilvæg út allt lífið.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Bonviva
- Candpress Comp
- Ceftriaxon Fresenius Kabi
- Ceftriaxona Normon
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Decortin H
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Euthyrox
- Hydromed
- Iasibon
- Ibandronic acid Alvogen
- Ibandronic acid WH
- Isoptin Retard
- Levaxin
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Oracea
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin Combo
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Veraloc Retard
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með ofvirkan kalkkirtil
- þú sért með krabbamein í beinum
- þú hafir fengið nýrnasteina
Meðganga:
Ráðlagður dagskammtur fyrir þungaðar konur er 1200 mg á dag.
Brjóstagjöf:
Ráðlagður dagskammtur fyrir konur með barn á brjósti er 1200 mg á dag.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.