Enalapril HCTZ Medical Valley

Lyf með verkun á renínangíótensín-kerfið | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Enalapríl Hýdróklórtíazíð

Markaðsleyfishafi: Medical Valley | Skráð: 1. febrúar, 2021

Lyfið inniheldur tvö virk efni, enalapríl og hýdróklórtíazíð og er notað við háum blóðþrýstingi þegar nægilegur árangur hefur ekki náðst með einu lyfi og nauðsynlegt þykir að nota tvö lyf. Enalapríl tilheyrir flokki lyfja sem kallast ACE-hemlar. Lyf í honum hamla myndun á angíótensíni II, eins öflugasta æðaþrengjandi efnis í líkamanum. Auk æðaþrengjandi áhrifa minnkar angíótensín II vatnsútskilnað í nýrum, eykur rúmmál blóðs og stuðlar frekar að því að blóðþrýstingur hækkar. Lyfin hindra einnig niðurbrot æðavíkkandi efnis í líkama, bradýkíníns. Þau lækka því blóðþrýsting með því að víkka út æðar og skilja vatn út úr líkamanum. Hýdróklórtíazíð flokkast til þvagræsilyfja. Lyfið lækkar blóðþrýsting, eykur þvagmyndun í nýrum og losar líkamann við vökva. Samfara aukinni vatnslosun eykur hýdróklórtíazíð útskilnað margra salta, aðallega kalíums. Enalapríl getur hins vegar dregið úr þessu kalíumtapi. Í lyfinu eru þessi tvö virku efni gefin saman til þess að ná fram enn meiri lækkun á blóðþrýstingi en mögulegt væri þegar þau eru gefin hvort í sínu lagi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla á dag. Hver tafla inniheldur 20 mg enalapríl og 12,5 mg hýdróklórtíazíð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 klst. Hámarksáhrif á blóðþrýsting koma fram eftir 4-6 klst.

Verkunartími:
24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ástand getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Æskilegt er að minnka skammta smám saman frekar en að hætta skyndilega. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Yfirleitt án vandkvæða. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með nýrnastarfsemi og jafnvægi salta í líkamanum.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svimi og þreyta.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Getuleysi        
Gula        
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir      
Hjartsláttartruflanir      
Höfuðverkur, svimi, þreyta        
Kviðverkir, niðurgangur        
Lágur blóðþrýstingur, yfirlið      
Mæði      
Ógleði        
Truflun á bragðskyni        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar    
Vöðvasamdráttur        
Þokusýn        
Þunglyndi        
Þurr hósti        

Milliverkanir

Hýdróklórtíazíð getur valdið kalíumtapi úr líkamanum en enalapríl getur dregið úr þessu tapi. Æskilegt er að fylgjast með kalíumþéttni í blóði hjá sjúklingum sem taka lyfið. Samtímis notkun náttúrulyfsins ginkgo getur valdið hærri blóðþrýstingi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með gigt
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú hafir fengið þvagsýrugigt
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar eru yfirleitt notaðir en þó getur þurft að nota minni skammta.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Áfengi getur haft óæskileg áhrif á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða, og aukið líkur á aukaverkunum lyfsins. Ekki er æskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.