Iasibon
Lyf við sjúkdómum í beinum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Íbandrónat
Markaðsleyfishafi: Pharmathen | Skráð: 21. janúar, 2011
Iasibon inniheldur virka efnið íbandrónsýru, sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast bisfosfónöt. Iasibon verkar með því að draga úr kalktapi úr beinum. Það kemur í veg fyrir að bein þín veikist. Iasibon hefur verið ávísað þér ef þú ert með brjóstakrabbamein sem hefur dreift sér í bein (meinvörp í beinum). Það hjálpar til við að koma í veg fyrir beinbrot og að koma í veg fyrir aðra beinkvilla sem gætu þarfnast skurðaðgerðar eða geislameðferðar. Einnig er hægt að nota Iasibon ef kalsíum í blóði er hækkað af völdum æxlis.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innrennslisþykkni.
Venjulegar skammtastærðir:
Læknar með reynslu af meðferð við krabbameini ættu að hefja meðferð með Iasibon og ákvarða skammta. Algengast er að lyfið sé gefið í innrennsli á sjúkrahúsi á 3-4 vikna fresti.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að verka en nær yfirleitt hámarksvirkni eftir um 6 mánaða meðferð.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nægileg inntaka kalsíums og D-vítamíns er mikilvæg fyrir alla sjúklinga. Sjúklingar eiga að fá
viðbótar kalsíum og/eða D-vítamín ef inntaka í fæðu er ekki fullnægjandi.
Geymsla:
Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins fyrir blöndun.
Eftir blöndun: Geymið við 2 °C – 8 °C (í kæli).
Ef skammtur gleymist:
-
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
-
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ekki komin klínísk reynsla. Ef of stór skammtur er gefinn skal fylgjast með nýrna- og lifrarstarfsemi. Klínískt mikilvæga blóðkalsíumlækkun á að leiðrétta með því að gefa kalsíumglúkonat í bláæð.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
-
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin hætta á sýkingum | |||||||
Blóðleysi | |||||||
Breyting á bragðskyni | |||||||
Flensulík einkenni | |||||||
Húðbreytingar | |||||||
Höfuðverkur, sundl | |||||||
Kokbólga | |||||||
Slitgigt | |||||||
Svefntruflanir | |||||||
Útbrot, hárlos | |||||||
Liðverkir, vöðvaverkir | |||||||
Kuldahrollur, lágur líkamshiti | |||||||
Kalkkirtlaröskun | |||||||
Augnsteinnsský | |||||||
Blóðkalsíumlækkun | |||||||
Niðurgangur, uppköst, meltingartruflanir, sársauki í meltingarvegi | |||||||
Greinrof |
Milliverkanir
Varúðar skal gætt þegar bisfosfónöt eru gefin með amínóglýkósíðum, þar sem bæði lyfin geta lækkað kalsíumþéttni í sermi í langan tíma.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alvofen Express
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Calcium-Sandoz
- Deferasirox Accord
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Duroferon
- Duroferon (Heilsa)
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Gentamicin B. Braun
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Magical Mouthwash
- Magnesia medic
- Modifenac
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Relifex
- Rennie
- Rennie (Heilsa)
- Solifenacin Alvogen
- Solifenacin Krka
- Soltamcin
- Toradol
- Vesicare
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með alvarlegan nýrnasjúkdóm
- þú sért með aðrar truflanir á efnaskiptum steinefna
- þú sért með lágt kalsíum í blóði
Meðganga:
Ekki á að nota Iasibon á meðan meðgöngu stendur.
Brjóstagjöf:
Iasibon á ekki að nota á meðan á brjóstagjöf stendur.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Sé áfengis neytt í miklu magni eykst hættan á byltum sem eykur hættuna á að sjúklingar detti og brotni.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Örsjaldan hefur verið tilkynnt um beindrep í kjálka hjá sjúklingum sem fá Iasibon við beinþynningu. Fresta á upphafi meðferðar eða nýrrar meðferðarlotu hjá sjúklingum með opin sár, sem ekki hafa náð að gróa, í mjúkvefjum í munni.
Hvetja á alla sjúklinga til að stunda góða tannhirðu, fara reglulega í tanneftirlit og láta tafarlaust vita
um einkenni frá munni, svo sem tannlos, verk eða þrota, sár sem gróa ekki eða útferð, meðan á
meðferð með Iasibon stendur.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.