Bonviva

Lyf við sjúkdómum í beinum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Íbandrónat

Markaðsleyfishafi: Roche | Skráð: 1. janúar, 2006

Beinþynning er sjúkdómur sem lýsir sér í aukinni hættu á beinbrotum. Líkaminn er stöðugt að eyða gömlum beinvef og mynda nýjan og ríkir jafnvægi þar á milli ef allt er eðlilegt. Við beinþynningu þá raskast þetta jafnvægi og beintap verður meira en nýmyndunin. Beinin verða því þynnri og brothættari fyrir vikið. Konur eftir tíðahvörf eru í meiri hættu að fá beinþynningu en aðrir og er hægt að draga úr hættunni með kvenhormónagjöf. Heilsusamlegt líferni, næg kalk- og D-vítamíntaka og hreyfing eru einnig allt þættir sem minnka líkur á beinþynningu. Beinþynning liggur í ættum en getur líka m.a. tengst illkynja sjúkdómum og verið aukaverkun sumra lyfja. Margir sem eru með beinþynningu hafa engin einkenni og því er hún oft ekki greind fyrr en kemur að fyrsta beinbroti. Mestar líkur á beinbrotum eru í hrygg, mjöðmum og framhandlegg. Íbandrónat, virka efnið í Bonviva, tilheyrir flokki lyfja er nefnist bífosfónöt. Lyfið kemur í veg fyrir beintap og stuðlar einnig að uppbyggingu beina. Bonviva er ætlað konum eftir tíðahvörf til að draga úr hættu á samfallsbrotum í hrygg. Einn af kostum lyfsins er sá að lyfið er aðeins tekið inn einu sinni í hverjum mánuði.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku og stungulyf í bláæð.

Venjulegar skammtastærðir:
Töflur: 150 mg einu sinni í mánuði, að morgni, helst alltaf á sömu dagsetningu hvers mánaðar. Töflurnar gleypist heilar með fullu glasi af venjulegu vatni. Má hvorki sjúga þær né tyggja. Það á að vera í uppréttri stöðu meðan verið er að taka töfluna og í 60 mín. eftir inntöku. Ekki taka önnur lyf, fæðubótarefni (þ.m.t. kalk), mat og drykk inn 6 klst. fyrir eða 1 klst. eftir inntöku lyfsins. Stungulyf: 3 mg á 3ja mán. fresti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að verka.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Mælt er með töku kalks og D-vítamíns samhliða lyfjagjöfinni nema tryggt sé að nægjanlegt magn af þessum efnum fáist úr fæðunni.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið næsta morgun eftir að þú manst eftir því séu fleiri en 7 dagar til næsta skammts. Séu færri en 7 dagar til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Drekka skal fullt glas af mjólk og hafa strax samband við lækninn sem ávísaði lyfinu.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru kalsíumlækkun í blóði og meltingartruflanir. Til að minnka hættu á kyngingartregðu, vélindabólgu og vélinda- eða magasárum er ráðlegt að fylgja reglum um inntöku til hlítar. Ef sjúklingar finna fyrir einkennum frá vélinda (brjóstsviða, sársauka við kyngingu) eða verk aftan brjóstbeins skal hafa samband við lækni strax.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðug uppköst eða blóð í hægðum        
Flensulík einkenni          
Höfuðverkur          
Kviðverkir, niðurgangur          
Kyngingartregða, sár í vélinda og bólgin tunga        
Ógleði, meltingartruflanir          
Útbrot          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkir í liðum og vöðvum          
Verkur fyrir brjósti        
Vöðvakrampar, stirðleiki          

Milliverkanir

Bólgueyðandi verkjalyf geta valdið ertingu í meltingarvegi og því skal gæta mikillar varúðar séu þau gefin með lyfinu. Ekki taka önnur lyf inn 6 klst. fyrir eða 1 klst. eftir inntöku á Bonviva.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með alvarlegan nýrnasjúkdóm
  • þú sért með aðrar truflanir á efnaskiptum steinefna
  • þú sért með lágt kalsíum í blóði
  • þú sért með sögu um vandamál með vélinda (t.d. brjóstsviði, verkur fyrir brjósti)
  • þú getir verið í uppréttri stöðu í a.m.k. 60 mín.

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Sé áfengis neytt í miklu magni eykst hættan á byltum sem eykur hættuna á að sjúklingar detti og brotni.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.