Digoxin DAK (Lyfjaver)

Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Digoxín

Markaðsleyfishafi: Lyfjaver | Skráð: 13. júlí, 2023

Digoxin DAK (Lyfjaver) er hjartalyf. Virka efnið digoxín eykur samdráttarkraft hjartans og hægir á hjartslætti. Digoxín er notað til þess að viðhalda starfsemi hjartans og eðlilegu blóðflæði um líkamann eftir hjartabilun. Áhrif þess eru mest þegar hjartsláttaróregla fylgir hjartabiluninni, þ.e. þegar gáttir hjartans flökta eða hjartsláttur er of hraður. Digoxín er einnig notað við hraðtakti í hjartanu þegar sjúklingar þola ekki önnur lyf sem eru notuð við þessu ástandi. Læknandi skammtar digoxíns eru litlu minni en þeir skammtar sem valda eitrunum og því þarf að gæta sérstakrar varúðar þegar lyfið er notað.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir aldri, þyngd og plasmaþéttni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
30-120 mín.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er í næsta skammt skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Hafðu samband við lækni ef lyfið gleymist í tvo eða fleiri daga í röð.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Við bráða ofskömmtun koma einkenni fram eins og ógleði, uppköst og eiturverkanir á hjarta. Við of háa skammta í langan tíma koma fram einkenni eins og vanlíðan, máttleysi, sjóntruflanir og óreglulegur hjartsláttur.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með þéttni digoxíns og salta í blóði.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru yfirleitt skammtaháðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, þreyta          
Lystarleysi, niðurgangur          
Ógleði og uppköst          
Óreglulegur hjartsláttur        
Sjóntruflanir          

Milliverkanir

Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með of- eða vanvirkan skjaldkirtil
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með öndunarfærasjúkdóm
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Skammtar eru einstaklingsbundnir fyrir börn.

Eldra fólk:
Skammtar eru einstaklingsbundnir fyrir eldra fólk.

Akstur:
Lyfið skerðir ekki aksturshæfni. Aukaverkanir lyfsins gætu haft áhrif á akstur, hver og einn þarf að meta getu sína til aksturs.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Sjúklingar með hjartabilun ættu þó alltaf að halda áfengisneyslu í lágmarki.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.