Levaxin
Skjaldkirtilslyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Levótýroxín
Markaðsleyfishafi: Artasan ehf | Skráð: 1. mars, 2003
Levótýroxín er skjaldkirtilshormón og gefið við vanstarfsemi skjaldkirtils, en það verður þegar skjaldkirtilinn framleiðir minna af skjaldkirtilshormónum en líkamanum er nauðsynlegt fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Skjaldkirtilshormón hafa mjög víða áhrif í líkamanum. Þau stjórna efnaskiptum í flestum líkamsvefjum og eru nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt og þroska. Það levótýroxín sem áður var notað var unnið úr dýrum, en nú er notað efnafræðilega samtengt levótýroxín.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 0,1-0,3 mg á dag. Börn 1-6 ára: 0,025-0,05 mg á dag. Börn eldri en 6 ára: 0,1-0,2 mg á dag. Skammtar eru einstaklingsbundnir. Í upphafi meðferðar eru gefnir litlir skammtar sem eru svo auknir þar til viðhaldsskammti er náð. Allur dagskammturinn er tekinn í einum skammti á fastandi maga með vatni, annaðhvort hálfri
klukkustund fyrir morgunmat eða fyrir svefn (að minnsta kosti 3 klst. eftir kvöldmáltíð).
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Nokkrir dagar.
Verkunartími:
Eftir stöðuga inntöku verkar lyfið í nokkrar vikur eftir að töku þess er hætt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ef afurða úr sojabaunum er neytt samtímis levótýroxíni minnkar magn þess levótýroxíns sem nýtist í líkamanum.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað ef töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Meðferð með levótýroxíni er alla jafna ævilöng. Árlegt eftirlit með sjúklingum er æskilegast því að fylgjast þarf með því að lyfjameðferðin beri tilætlaðan árangur.
Aukaverkanir
Aukaverkanir af völdum levótýroxíns eru fátíðar. Helst koma fram aukaverkanir sé lyfið gefið í stórum skömmtum. Einkenni eru þá líkust þeim sem koma fram við ofstarfsemi skjaldkirtils, en þá er of mikið magn skjaldkirtilshormóna í líkamanum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | |||||||
Mikill niðurgangur og svitamyndun | |||||||
Skjálfti | |||||||
Svefnleysi, eirðarleysi | |||||||
Þyngdartap |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Antepsin
- Apidra
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Bloxazoc
- Bricanyl Turbuhaler
- Bufomix Easyhaler
- Calcium-Sandoz
- Cordarone
- Cosopt sine
- Diamicron Uno
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoResp Spiromax
- DuoTrav
- Duroferon
- Duroferon (Heilsa)
- Erleada
- Eucreas
- Fixopost
- Florinef
- Flutiform
- Fotil forte
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Galvus
- Ganfort
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Genotropin
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Hjartamagnýl
- Hypotron
- Impugan
- Janumet
- Januvia
- Januvia (Lyfjaver)
- Logimax
- Logimax forte
- Magical Mouthwash
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Midodrin Evolan
- Norditropin FlexPro
- Omnitrope
- Oxis Turbuhaler
- Paxlovid
- Propranolol hydrochloride
- Rennie
- Rennie (Heilsa)
- Rimactan
- Rybelsus
- Saizen
- Salmeterol/Fluticasone Neutec
- Salmex
- Seloken
- Seloken ZOC
- Seretide
- Serevent
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sevelamerkarbonat Stada
- Sevelamerkarbonat WH
- Sitagliptin Krka
- Sitagliptin Sandoz
- Sitagliptin STADA
- Sitagliptin Teva
- Sitagliptin Zentiva
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Sotalol Mylan
- Symbicort (Lyfjaver)
- Symbicort forte Turbuhaler
- Symbicort mite Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler (Heilsa)
- Symbicort Turbuhaler (Lyfjaver) Noregur
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Tresiba
- Trimbow
- Trixeo Aerosphere
- Ventoline
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Warfarin Teva
- Xalcom
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sjúkdóm í heiladingli
- þú sért með sjúkdóm í nýrnahettum
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Minni skammtar eru notaðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.