Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörSprautum og sprautunálum skal skilað í apótek í lokuðum ílátum til að koma í veg fyrir að starfsmenn skaði sig á oddhvössum hlutum. Hægt er að fá sérstök nálabox í apótekum.
The Ordinary er eitt vinsælasta húðvörumerki heims sem leggur áherslu á virk innihalds efni og hreinar vörur á góðu verði. Vörurnar eru vegan og innihalda hágæða innihaldsefni sem henta fyrir allar húðgerðir. Von er á vörunum á næstu dögum í netverslun Lyfju.
Lyfja býður upp á nýja þjónustu hjá hjúkrunarfræðingum Lyfju Lágmúla en þangað getur þú mætt í eyrnahreinsun og einfalda heyrnarmælingu sem gefur til kynna hvort heyrnarskerðing geti verið til staðar. Tímapantanir eru óþarfar. Opið er frá klukkan 8-16 virka daga.
Phonak býður upp á tvenns konar heyrnarvarnir, annars vegar Universal eða almennar og svo sérsniðnar.
Heyrnartæki eru frábær hjálpartæki, þau aðstoða þig við að heyra betur þó tækin komi aldrei alveg í stað eðlilegrar heyrnar. Heyrnartæki hjálpa heyrninni með því að hækka tíðni og tóna sem hafa dalað.
Lyfju appið hefur fengið frábærar viðtökur viðskiptavina og því höfum við lagt mikla vinnu í að þróa og bæta upplifun í appinu enn frekar.
Strax að loknu því krefjandi verkefni að fæða barn taka við ný hlutverk, umönnun, að kynnast nýburanum og brjóstagjöf ef konur kjósa og geta. Við fæðingu fylgjunnar fer af stað magnað og flókið ferli sem ræsir framleiðslu brjóstamjólkur og strax að fæðingu lokinni fara langflest börn beint í fang móður sinnar og brjóstagjöf getur hafist.
Til hamingju með barnið þitt. Allir foreldrar vilja leggja sig fram við að tryggja öryggi barnsins síns. Það getur stundum verið erfitt að vita hvað er rétt og eftir hverju eigi að fara.
Krullað hár þarf sérstaka hármeðferð. Hér sýnum við hárrútínu með Imbue hárvörunum sem eru sérstaklega ætlaðar krulluðu hári.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá Neostrata sem hentar einstaklega vel fyrir þroskaða húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðvörum frá CeraVe og húðlækningavörum frá Bioderma og Pharmaceris, sem eru sérstaklega góðar fyrir unga húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay, Bioderma og Eucerin, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir viðkvæma húð.
Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay og Pharmaceris, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir bólótta húð.
Lyfja Heyrn er fyrsta verslun sinnar tegundar, þar sem viðskiptavinir geta komið og skoðað heyrnartæki, stuðningsvörur heyrnartækja og fyrirbyggjandi lausnir með aðgengi að sérfræðiráðgjöf.
Hreyfing, næring, svefn og andleg næring eru megin stoðir heildrænnar heilsu og auka lífsgæði okkar og lengja líf. Dr. Victor Guðmundsson læknir brennur fyrir þessu málefni og fjallar um í þessu fræðslumyndbandi mikilvægi jafnvægis þessara fjóra þátta til að fyrirbyggja, viðhalda og öðlast betri heilsu.
Húð barna er viðkvæmari fyrir sólargeislum en húð fullorðinna og þess vegna er afar mikilvægt fyrir foreldra að bera vel af sólarvörn á börnin áður en farið er út. Ef maður brennur illa sem barn eða unglingur eru auknar líkur á húðkrabbameini síðar á lífsleiðinni. Þess vegna er svo mikilvægt sem foreldri að vera meðvitaður um mikilvægi sólarvarna og passa að bera vel á börnin.
Hvernig geta karlmenn fengið þykkara hár? Flestir karlmenn vilja hafa þykkt hár. Það er staðreynd. En því miður erum við ekki öll svo heppin að ná að viðhalda eðlilegum hárvexti, sérstaklega þegar við förum að eldast.
Sjúkratryggingar veita styrk til heyrnartækjakaupa að andvirði 60.000 kr. eða 120.000 kr. eftir því hvort keypt eru tæki fyrir annað eða bæði eyru. Hægt er að sækja um styrk á fjögurra ára fresti.
Stutt og hnitmiðað kennslumyndband um hvernig þú parar og tengir Phonak heyrnartækið þitt við Android appið.