Augun

Augun eru eitt mikilvægasta skynfærið okkar. Meirihluta þeirra upplýsinga sem við móttökum skynjum við með augunum og þau eru hraðvirkasti vöðvi líkamans. Upplifðu og njóttu alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hugaðu að augnheilsunni. Hjá okkur færð þú fjölbreytta fræðslu, ráðgjöf, bætiefni, augnvörur, gleraugu og linsur.

Netspjall Lyfju Sækja Lyfju appið


Greinar um augun og augnheilsu

Sykursýki og augnheilsa

Jóhannes Kári augnlæknir fræðir um áhrif ómeðhöndlaðrar sykursýki á augun. Sykursýki er ein algengasta orsök blindu meðal ungra og miðaldra vesturlandabúa. Orsök þessa eru sértækar skemmdir sem sykursýki getur unnið í augnbotni/sjónhimnu einstaklinga með sykursýki.

Laseraðgerðir á augum

Jóhannes Kári augnlæknir fjallar um laseraðgerðir á augum í þessum áhugaverða fyrirlestri. Laseraðgerðir á augum hafa rutt sér til rúms á undanförnum áratugum og eru nú orðnar ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er á mannslíkamanum.

Augnsýkingar

Inga Sæbjörg lyfjafræðingur hjá Lyfju gefur góð ráð við augnsýkingum. Bakteríur og veirur geta valdið augnsýkingum. Einkenni augnsýkinga eru m.a. roði, gröftur, ljósnæmi, bólga í auganu og í kringum það, kláði o.fl. Þetta getur fylgt kvefi og öðrum öndunarfærasýkingum, sérstaklega hjá börnum.

Linsur í áskrift

Þú færð 10% afslátt af öllum linsum í áskrift hjá Lyfju. Veldu linsur, styrkleika og afhendingarmáta sem henta þér, þú getur fengið heimsent eða sótt í næstu verslun Lyfju.

Augnheilsa og skjábirta

Í nútíma samfélagi erum við umkringd blárri gervibirtu frá loftljósum og hinum ýmsu raftækjum. Bláa birtan frá þessum tækjum er í mjög ónáttúrulegum hlutföllum miðað við þá bláu birtu sem kemur náttúrulega frá sólinni.

Ertu með augnþurrk?

Augnþurrkur er orðið algengara vandamál á síðustu árum í vestrænum þjóðfélögum. Þurrt loft og aukin tölvu- og tækjanotkun hefur áhrif á táraframleiðsluna. Jóhannes Kári augnlæknir gefur góð ráð um augnþurrk.


Fleiri greinar um augun

Sérfræðingar Lyfju

Ertu með frjókornaofnæmi?

Þórður Hermannsson lyfjafræðingur gefur góð ráð við frjókornaofnæmi.

Sýklalyf

Sýklalyf hafa eingöngu áhrif á bakteríusýkingar. Mikilvægt er að sýklalyf séu notuð rétt og aðeins þegar þeirra er brýn þörf.


Ráðgjöf frá sérfræðingum Lyfju

Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka