Frí blóðþrýstingsmæling
Velkomin í fría blóðþrýstingsmælingu í Lyfju um land allt í janúar. Tímabókun er óþörf.
Ýmsir þættir gera það að verkum að við þróum með okkur hækkun á blóðþrýstingi. Mataræði og lífsstíll hafa mikil áhrif og í mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir eða lækka háan blóðþrýsting með því að borða hollt, viðhalda heilbrigðri þyngd og hreyfa sig reglulega.
Hvað er blóðþrýstingur?
Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans og er nauðsynlegur til að viðhalda blóðflæði til líffæranna. Þegar blóðþrýstingurinn er mældur fást tvö gildi, svokölluð efri og neðri mörk.
- Efri mörkin segja til um þrýstinginn í slagæðunum þegar hjartað dregst saman og er að dæla blóði út í æðar líkamans.
- Neðri mörkin segja til um þrýstinginn í slagæðunum þegar hjartað er í hvíld og fyllist af blóði.
Æskileg gildi blóðþrýstings eru 120/80 mmHg.
Hvers vegna er mikilvægt að fylgjast með blóðþrýstingnum?
Með því að fylgjast reglulega með blóðþrýstingnum getur verið hægt að greina forstig ýmissa sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og nýrnasjúkdóma.
Hversu oft ætti að láta mæla?
Ef blóðþrýstingurinn er nálægt æskilegum gildum er gott að láta mæla hann árlega. Ef hann mælist undir 90/60 eða yfir 140/90 við endurteknar mælingar og einenni á borð við svima, yfirlið, höfuðverk /þyngsli yfir höfði, sjóntruflanir, mæði eða sljóleika er ráðlegt að leita til læknis.
Hvað þarf að hafa í huga fyrir mælingu?
Til að mælingin verði sem árangursríkust er mikilvægt að gefa sér góðan tíma og sitja í nokkrar mínútur áður en mælingin er framkvæmd.
Hægt er að fá blóðþrýstingsmælingu í flestum apótekum Lyfju*. Kynntu þér opnunartíma hér.
*Ekki í boði í Lyfju í Spöng og Blönduósi