Afinitor

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Everolimus

Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm | Skráð: 1. september, 2011

Afinitor er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið everolimus. Everolimus dregur úr blóðflæði til æxlis og hægir þannig á vexti og dreifingu krabbameinsfrumna. Afinitor er notað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við langt gengnu hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini hjá konum eftir tíðahvörf, þegar önnur meðferð heldur ekki lengur sjúkdómnum í skefjum. Það er gefið ásamt lyfi sem kallast exemestan. Afinitor er notað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við langt gengnum æxlum sem kallast taugainnkirtlaæxli og eru upprunnin í maga, þörmum,lungum eða brisi. Það er notað ef æxlin eru óskurðtæk og offramleiða ekki ákveðin hormón eða önnur tengd náttúruleg efni. Afinitor er notað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við langt gengnu nýrnakrabbameini þegar önnur meðferð hefur ekki borið árangur gegn sjúkdómnum. Lyfið er ætlað til notkunar á sjúkrahúsum en er á lista SÍ yfir S-merkt lyf til notkunar utan heilbrigðisstofnana og fæst því afgreitt með niðurgreiðslu í apótekum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur er 10 mg, einu sinni á sólarhring. Læknirinn mun segja þér hve margar töflur af Afinitor þú átt að taka. Ef þú hefur lifrarsjúkdóma gæti læknirinn látið þig byrja með minni skammt. Ef þú færð ákveðnar aukaverkanir gæti læknirinn minnkað skammtinn eða stöðvað meðferðina, annaðhvort í stuttan tíma eða til frambúðar. Taktu Afinitor einu sinni á sólarhring, á um það bil sama tíma á hverjum degi, annaðhvort alltaf með eða alltaf án matar. Gleyptu töfluna (töflurnar) í heilu lagi með glasi af vatni. Ekki tyggja eða mylja töflurnar.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Taktu Afinitor á sama tíma á hverjum degi, annaðhvort alltaf með mat eða alltaf án matar. Forðastu að neyta greipaldins og greipaldinsafa á meðan þú ert á meðferð með Afinitor.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Þú þarft að mæta í blóðrannsóknir verða einnig gerðar til þess að fylgjast með nýrnastarfsemi, lifrarstarfsemi, blóðsykri og kólesteróli í blóði.


Aukaverkanir

HÆTTU töku Afinitor og leitaðu strax læknishjálpar ef þú færð eitthvert eftirtalinna ofnæmisviðbragða: Öndunar- eða kyngingarerfiðleika, þrota í andliti, vörum, tungu eða hálsi, slæman kláða í húð sem fylgir rauð útbrot eða upphleyptar ójöfnur á húð. Lyfið hefur margar aukaverkanir, listinn er ekki tæmandi

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, hálsbólga, kuldahrollur      
Hækkun á blóðsykri          
Mæði eða öndunarerfiðleikar          
Sár í munni          
Útbrot          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Afinitor getur haft áhrif á verkun sumra lyfja. Ef þú tekur önnur lyf samhliða Afinitor gæti læknirinn þurft að breyta skammtinum af Afinitor eða hinum lyfjunum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Konur sem gætu orðið þungaðar eiga að nota mjög örugga getnaðarvörn þegar þær eru á meðferð. Ef þú telur, þrátt fyrir þetta, að þú gætir verið orðin þunguð, skaltu ráðfæra þig við lækninn áður en þú tekur meira af Afinitor.

Brjóstagjöf:
Afinitor getur skaðað barn sem er á brjósti. Þú skalt ekki hafa barn á brjósti meðan á meðferð stendur. Láttu lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir eða minni skammtar.

Akstur:
Ef þú finnur fyrir óvenjulegri þreytu (þreyta er mjög algeng aukaverkun), skaltu fara sérstaklega varlega við akstur og notkun véla.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.

Annað:
Lyfið getur haft áhrif á frjósemi hjá konum og körlum. Ráðfærðu þig við lækninn ef þú vilt eignast barn.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.