Bambec

Lyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Bambúteról

Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca | Skráð: 1. október, 1991

Bambúteról er forlyf terbútalíns sem örvar beta2-viðtæki og veldur þar með slökun á sléttum vöðvum í berkjum, hömlun á losun innrænna efna sem valda berkjusamdrætti, hömlun á bjúgi af völdum innrænna boðefna og aukinni bifhárahreinsun. Bambec er ætlað til viðhaldsmeðferðar við astma, langvinnri berkjubólgu, lungnaþembu og öðrum lungnasjúkdómum sem valda berkjuþrengingu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 6 ára: 10-20 mg á dag. Börn 2-5 ára: 10 mg á dag. Töflurnar gleypist heilar eða hálfar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarks blóðþéttni eftir einn skammt næst venjulega innan 2-6 klst.

Verkunartími:
Áhrif vara í a.m.k. 24 klst. Stöðug þéttni í blóði næst eftir 4-5 daga meðferð.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Engin tilvik ofskömmtunar eru þekkt. Við ofskömmtun þarf að leita læknis.

Langtímanotkun:
Æskilegt er að læknir fylgist reglulega með árangri meðferðarinnar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Eirðarleysi        
Hjartsláttarónot        
Hraður hjartsláttur      
Höfuðverkur, skjálfti        
Skapgerðarbreytingar        
Útbrot og mikill kláði        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért af asískum uppruna

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.