Ginkgo Biloba Max (afskráð)

Náttúrulyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Ginkgo biloba

Markaðsleyfishafi: Jemo-Pharm

Ginkgo Biloba Max er náttúrulyf við langvarandi einkennum hjá eldra fólki, svo sem minnistruflunum, einbeitingarskorti, þreytu, langvarandi svima, suði fyrir eyrum og höfuðverk, þegar læknir hefur útilokað annan undirliggjandi sjúkdóm. Náttúrulyfið er líka notað við tilhneigingu til hand- og fótkulda og verkjum í fótum sem stafa af ónógu blóðflæði (heltiköst). Náttúrulyfið inniheldur extrakt af laufum trésins Ginkgo biloba sem á íslensku heitir musteristré. Extraktið inniheldur ginkgoflavónglýkósíða og terpenlaktóna (ginkgólíða) sem talið er að séu lyfjavirk efni. Ginkgoflavónglýkósíðar eru andoxunarefni og bæði efnin bæta að öllum líkindum blóðflæði í heila og útlægum æðum. Að öðru leyti er verkunarmáti ekki þekktur til hlítar. Musteristré er upphaflega frá Kína en er nú ræktað víðs vegar um heiminn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 hylki 2svar á dag. Hvert hylki inniheldur 62,5 mg af extrakt sem samsvarar 15 mg af ginkgoflavónglýkósíðum og 3,75 mg af terpenlaktónum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Upplýsingar liggja ekki fyrir en getur tekið nokkrar vikur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu náttúrulyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka náttúrulyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku náttúrulyfsins þegar ekki gerist lengur þörf fyrir það.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Talið skaðlaust en takmörkuð reynsla er fyrir hendi.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Náttúrulyfið veldur einstaka sinnum magaóþægindum, höfuðverk og ofnæmisviðbrögðum.


Milliverkanir

Getur aukið áhrif blóðþynningarlyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin reynsla er af notkun náttúrulyfsins hjá þunguðum konum. Ekki nota nein lyf/náttúrulyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort náttúrulyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Náttúrulyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Náttúrulyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun náttúrulyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Náttúrulyfið ætti ekki að hætta að nota nokkrum vikum fyrir ráðgerða skurðaðgerð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.