Halcion

Svefnlyf og róandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tríazólam

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. nóvember, 1981

Halcion, sem inniheldur virka efnið tríazólam, er svefnlyf, notað í skammtímameðferð við svefnleysi. Auk svæfandi áhrifa hefur það róandi, kvíðastillandi, vöðvaslakandi og krampastillandi áhrif. Tríazólam tilheyrir flokki lyfja sem kallast benzódíazepín. Öll lyf í honum auka áhrif hamlandi boðefnis (GABA) á vissum stöðum í heila. Þau hafa öll róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi áhrif. Munur á hinum ýmsu benzódíazepínlyfjum liggur í því hvað þau eru sérhæfð og hversu langur verkunartími þeirra er.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
0,125-0,25 mg fyrir svefn.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
15-30 mín

Verkunartími:
6-7 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú sofnar án þess að taka lyfið skaltu sleppa skammti.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef lyfið hefur verið tekið í viku eða styttri tíma er hægt að hætta þegar ekki er lengur þörf á því. Ef lyfið hefur verið tekið í lengri tíma skal hafa samband við lækni áður en töku þess er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Mjög stórir skammtar geta valdið löngum svefni og sljóleika, minnkað samhæfingu hreyfinga og skert viðbragð. Hafið samband við lækni ef stórir skammtar hafa verið teknir.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar. Í flestum tilfellum ætti meðferð ekki að standa yfir í lengri tíma en 2-3 vikur. Svefn getur versnað þegar lyfið er notað lengi, auk þess sem ávanahætta eykst.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru skammtaháðar, þ.e. meiri líkur eru á að þær komi fram eftir því sem skammtar eru stærri. Algengasta aukaverkun lyfsins er sljóleiki.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, skortur á einbeitingu        
Ósamhæfðar hreyfingar        
Rugl        
Sjóntruflanir        
Skapgerðarbreytingar, ofskynjanir      
Sljóleiki, þreyta, svimi        
Útbrot, kláði        
Vöðvaslappleiki        
Þunglyndi        

Milliverkanir

Tríazolam getur haft áhrif á getnaðarvarnarlyf til inntöku. Náttúrulyfin Jóhannesarjurt og valeriana geta dregið úr virkni lyfsins. Öll lyf sem hafa sljóvgandi áhrif á miðtaugakerfið geta aukið sljóvgandi áhrif tríazólams og því ætti að forðast að taka þau samtímis.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú sért með öndunarfærasjúkdóm
  • þú hafir einhvern tíma misnotað áfengi eða lyf
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Aukin hætta er á aukaverkunum. Minni skammtar eru notaðir.

Akstur:
Lyfið skerðir aksturshæfni. Þessi áhrif geta varað daginn eftir að lyfið er tekið og því ætti ekki að aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Fíknarvandamál:
Halcion getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.