Ibuprofen Bril (Afskráð feb 2023)

Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt. Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu í lausasölu

Virkt innihaldsefni: Íbúprófen

Markaðsleyfishafi: Brillpharma | Skráð: 1. nóvember, 2016

Ibuprofen Bril er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Virka efnið íbúprófen dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau valda meðal annars bólgumyndun. Lyfið er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu, höfuðverk, mígreni og sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir. Lyfið er einnig notað til að lækka hita.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 400-2.400 mg á dag, í 3-4 skömmtum, með eða eftir mat. Börn eldri en 6 ára og þyngri en 20 kg: 20 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag, gefið í 3-4 jöfnum skömmtum. Töflurnar takist inn með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á höfuðverk koma fram á 15 mín. Áhrif á gigt koma fram eftir u.þ.b. eina viku.

Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómurinn getur versnað þegar hætt er að taka lyfið. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Ef lyfið er tekið við tilfallandi verk má hætta að taka það þegar ekki gerist lengur þörf fyrir það.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skaltu hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Við langtímanotkun getur lyfið valdið magasári og magablæðingu. Því getur verið nauðsynlegt að fara reglulega í eftirlit til læknis sé lyfið notað í langan tíma.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru meltingaróþægindi og niðurgangur og koma fyrir hjá 10-30% þeirra sem að taka lyfið.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula        
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir      
Höfuðverkur, þreyta, svimi        
Kviðverkir, meltingartruflanir, hægðatregða        
Ógleði, niðurgangur, magaóþægindi        
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi      
Syfja, svefnleysi        
Uppköst        
Uppþemba, brjóstsviði        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar    
Æsingur, viðkvæmni        

Milliverkanir

Náttúrulyfið ginkgo getur aukið blæðingahættu.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með bólgusjúkdóm í þörmum
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
  • þú sért með of háan blóðþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með rauða úlfa (lupus)
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með ofnæmi fyrir öðrum bólgueyðandi lyfjum

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur. Ekki má taka lyfið á síðustu mánuðum meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið í töfluformi er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára.

Eldra fólk:
Aldraðir eru viðkvæmari fyrir aukaverkunum lyfsins.

Akstur:
Lyfið hefur almennt ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Getur aukið ertandi áhrif lyfsins á magaslímhúð.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.