Kodein Meda

Hósta- og kveflyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Kódein

Markaðsleyfishafi: Meda | Skráð: 1. ágúst, 2005

Kódein tilheyrir flokki ópíumalkalóíða. Kódein er verkjastillandi lyf sem verkar á miðtaugakerfið. Það er skylt morfíni en hefur veikari áhrif. Kódein breytist að hluta til í morfín í líkamanum sem er talið skýra verkjastillandi áhrif þess. Lyfið er gjarnan notað með öðrum verkjastillandi lyfjum, t.d. parasetamóli. Kódein hefur einnig hóstastillandi áhrif.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
25-50 mg í senn 1-3svar á sólarhring.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
30-60 mín.

Verkunartími:
4-6 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu skammtinn sem fyrst ef þörf er á. Ekki taka tvöfaldan skammt.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar ekki er lengur þörf fyrir það.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur er tekinn skal leita læknis.

Langtímanotkun:
Kódein getur valdið ávana og fíkn, sérstaklega ef teknir eru stórir skammtar.


Aukaverkanir

Hætta á ávanamyndun er fyrir hendi og hafa verður þá hættu í huga. Þeir sem eru með gallsteina eða hafa gengist undir aðgerð vegna þeirra geta fundið fyrir gallrásarkrömpum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Ógleði, hægðatregða        
Þreyta        

Milliverkanir

Áfengi eykur öndunarbælandi áhrif kódeins og því ætti ekki að neyta áfengis meðan lyfið er notað. Ekki er mælt með notkun þunglyndislyfja eða sefandi lyfja samhliða kódeini. Náttúrulyfin Jóhannesarjurt og valeriana geta aukið sefandi áhrif lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með astma
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir einhvern tíma misnotað áfengi eða lyf
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með gallrásarkrampa

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar en eftirlit í keppni með morfín/kódein hlutfalli.

Fíknarvandamál:
Kodein Recip getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.

Annað:
Virkir áfengissjúklingar mega ekki taka lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.