Orudis

Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | Verðflokkur: G | Hlaup lausasölulyf/Forðahylki lyfseðilsskyld

Virkt innihaldsefni: Ketóprófen

Markaðsleyfishafi: Sanofi

Orudis er bólgueyðandi gigtarlyf með verkjastillandi og hitalækkandi eiginleika. Verkun þess tengist fyrst og fremst því að virka efnið ketóprófen hamlar myndun á prostaglandíni og hindrar samloðun á blóðflögum. Lyfið er notað við iktsýki, slitgigt og hryggikt. Hylkin eru forðahylki. Það merkir það að lyfið frásogast jafnt og þétt frá þörmunum og í langan tíma.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðahylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Forðahylki: 200 mg einu sinni á dag. Hylkin gleypist í heilu lagi. Má hvorki tyggja þau né mylja. Hlaup: Nuddað á húð 2-3svar á dag í mest viku í senn.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Full verkun lyfsins er komin fram eftir um 6 klst. frá inntöku.

Verkunartími:
Um 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Hafðu samband við lækni áður en töku lyfsins er hætt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Ketóprófen getur valdið magasári og magablæðingum með langtímanotkun. Nauðsynlegt þykir að fara reglulega í eftirlit til læknis sé lyfið notað í langan tíma.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Ógleði, kviðverkir, uppköst          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Lyfið getur dregið úr áhrifum blóðþrýstingslækkandi lyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með blóðsjúkdóm
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur. Ekki má taka lyfið á síðustu mánuðum meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Gæta þarf varúðar við notkun lyfsins hjá öldruðum.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Getur aukið ertandi áhrif lyfsins á magaslímhúð.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.