Sinquan (Afskráð maí 2020)
Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Doxepín
Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. desember, 1972
Sinquan inniheldur virka efnið doxepín. Lyfið er geðdeyfðarlyf og tilheyrir flokki þríhringlaga geðdeyfðarlyfja, sem eru svo nefnd vegna efnafræðilegrar byggingar sinnar. Lyf í þessum flokki voru þau fyrstu sem notuð voru við geðdeyfð en verkunarmáti og aukaverkanir þeirra flestra eru svipaður. Þau hafa áhrif á flest einkenni geðdeyfðar, bæta skap, auka líkamlega virkni, bæta matarlyst og auka áhuga á daglegu lífi. Þessi áhrif koma aðeins fram hjá sjúklingum með geðdeyfð en sjást ekki ef heilbrigðir taka lyfin. Helstu gallar þríhringlaga geðdeyfðarlyfjanna eru þeir að aukaverkanir eru nokkuð tíðar og að töluverð hætta er á eiturverkunum ef mjög stórir skammtar eru teknir. Doxepín er notað við innlægri geðdeyfð og geðlægð af öðrum toga. Lyfið hefur róandi verkun og dregur auk þess mikið úr hræðslu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
10-75 mg í senn 3svar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 2-3 vikur.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins hættir. Ekki hætta að taka lyfið nema í samráði við lækni. Þegar meðferð lýkur skal minnka skammtinn smám saman í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Leitið læknis í öllum tilvikum. Ef vart verður við einkenni eins og hjartsláttarónot, krampa eða skerta meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Ef munnþurrkur af völdum lyfsins er viðvarandi getur það skaðað tannhold og slímhúð í munni.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru háðar skammtastærð og hverfa oft við áframhaldandi notkun.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | ||
---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | ![]() |
![]() |
||||
Háþrýstingur | ![]() |
![]() |
||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | ![]() |
![]() |
![]() |
|||
Hraður hjartsláttur | ![]() |
![]() |
||||
Lágur blóðþrýstingur | ![]() |
![]() |
||||
Munnþurrkur, hægðatregða, aukin svitamyndun | ![]() |
![]() |
||||
Ógleði, þyngdaraukning | ![]() |
![]() |
||||
Ósamhæfðar hreyfingar | ![]() |
![]() |
||||
Sjónstillingartruflanir | ![]() |
![]() |
||||
Skapgerðarbreytingar | ![]() |
![]() |
||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
||
Öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
|||
Þreyta, syfja | ![]() |
![]() |
||||
Þvagtregða | ![]() |
![]() |
![]() |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur haft áhrif á virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Adrenalin Mylan
- Apidra
- Arcoxia
- Aritavi
- Atenolol Mylan
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Azilect
- Baklofen Mylan
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Candizol
- Carbocain adrenalin
- Catapresan (Undanþágulyf)
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- CitraFleet
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cleye
- Cloxabix
- Concerta
- Cordarone
- Coxerit
- Coxient
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Cymbalta
- Diflucan
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Duloxetine Mylan
- Efexor Depot
- Elvanse Adult
- EpiPen
- EpiPen Junior
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Eslicarbazepine acetate STADA
- Esopram
- Etoricoxib Krka
- Fesoterodine Teva
- Flecainid STADA (Afskráð sept 2020)
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fungyn
- Glimeryl
- Inspra
- Invega
- Jext
- Kalspar
- Klacid
- Laxoberal
- Laxoberal (Heilsa)
- Lioresal
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losatrix
- Marcain adrenalin
- Medikinet
- Medikinet CR
- Methylphenidate Sandoz
- Methylphenidate STADA
- Methylphenidate Teva
- Metylfenidat Actavis
- Nasogen
- Nitroglycerin DAK
- Oropram
- Otrivin Junior ukonserveret
- Otrivin Menthol ukonserveret
- Otrivin ukonserveret
- Paliperidon Krka
- Paxetin
- Phenergan
- Picoprep
- Pranolol
- Presmin
- Presmin Combo
- Prometazin Actavis
- Propranolol hydrochloride
- Rasagilin Krka
- Ritalin
- Ritalin Uno
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Strattera (Afskráð Feb 2023)
- Tambocor
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Toviaz
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- TREVICTA
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Warfarin Teva
- Xeplion
- Xylocain adrenalin
- Xylocain Dental Adrenalin
- Yentreve
- Zebinix
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil eða eigir erfitt með þvaglát
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.
Eldra fólk:
Getur þurft minni skammta.
Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á aksturshæfni og því skal ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Getur aukið sljóvgandi áhrif lyfsins. Almennt er mælt gegn því að neyta áfengis samhliða meðferð með geðdeyfðarlyfjum.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.